fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Hans er heimilislaus á Grænlandi – „Þetta er versti staður heims til að vera heimilislaus“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. apríl 2018 07:24

Frá Grænlandi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hans Zeeb er 47 ára heimilislaus Grænlendingur í Nuuk. Hann hefur nú athvarf í gámi við höfnina en hjálparsamtök keyptu 26 gáma og breyttu þeim í íbúðir fyrir heimilislaus. 26 herbergi fyrir karla og konur, tvö baðherbergi og setustofa með eldhúsi og sjónvarpi. Herbergi Hans er fátæklega búið en hann er ánægður með sitt og segir herbergið og það sem í því er vera „kraftaverk“ miðað við það sem hann hefur átt að venjast.

Danska ríkisútvarpið fjallaði um málið en heimilisleysi er stórt vandamál á Grænlandi. Heimastjórnin áætlar að um 900 manns séu heimilislausir í landinu en það eru um 1,6 prósent af mannfjöldanum. Það er því ljóst að vandinn er mikill.

Áður en Hans fékk herbergi í gámi fékk hann að gista hjá vinum og ættingjum en þær nætur sem það gekk ekki upp svaf hann í stigagöngum fjölbýlishúsa. Nuuk er ekki meðal hlýjustu staða á jörðinni en næturhitinn þar fer aðeins upp fyrir frostmark fjóra mánuði á ári.

„Ég held að ég hafi sofið á 70 mismunandi stöðum í Nuuk. Þetta er versti staður heims til að vera heimilislaus. Það er kalt og líkaminn getur aldrei slakað á.“

Ástæðurnar fyrir þessum mikla fjölda heimilislausra á Grænlandi eru ýmsar en ein sú stærsta er húsnæðisskortur. Í Nuuk er um 20 ára biðtími eftir félagslegri íbúð. Þá er þróunin á Grænlandi sú sama og í mörgum öðrum ríkjum, þeir sem eru illa settir félagslega, hafa lítið sem ekkert tengslanet eða vinnu, leita í stærri bæina.

En heimilisleysi er einnig vandamál í minni bæjum og má þar nefna Qaanaq sem er nyrsti bær landsins. Þar er frost allt árið nema hvað yfir hásumarið þá kemst hitinn stundum upp í 3-4 gráður. Þar búa um 600 manns en fjöldi heimilislausra er svo mikill að það er erfitt að trúa því. Talið er að um 100 af 450 fullorðnum íbúum bæjarins séu heimilislausir og séu upp á náð og miskunn ættingja og vina komnir um næturstað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga