fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Grímkatli bjargað úr sjálfheldu í Reykjavíkurtjörn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. apríl 2018 06:07

Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt til lögreglu að kötturinn Grímkell sæti fastur á lítilli eyju syðst í Reykjavíkurtjörn, nánar tiltekið í Hljómskálagarðinum. Lögreglumenn voru sendir til bjargar. Þegar á vettvang var komið óð einn lögreglumannanna út í Tjörnina en festi sig í drullu og varð að snúa við. Ljóst var að lögreglumenn gætu ekki náð til Grímkels og var því óskað eftir aðstoð frá slökkviliðinu sem brást að sjálfsögðu vel við og sendi menn á vettvang.

Fjórir slökkviliðsmenn komu á vettvang og óð einn út í Tjörnina en festi sig í drullu eins og lögreglumaðurinn. Þá var gripið til þess ráðs að setja stiga yfir á eyjuna til að slökkviliðsmaðurinn kæmist út í hana. Þegar slökkviliðsmaðurinn komst loks að Grímkatli festist hann í drullu en eftir töluverða baráttu náði hann að losa sig og koma Grímkatli óhultum af eyjunni.

Lögreglan segir að Grímkell hafi verið mjög blíður en hafi vælt mikið. Sá sem hafði tilkynnt um hrakfarir Grímkels í upphafi tók við honum og ætlaði að koma honum til síns heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis