fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Afmælisveisla Hitlers: „Getum ekki leyft þessum snjóbolta að verða að snjóflóði“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 20. apríl 2018 20:00

Þýskir nýnasistar safnast saman. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. apríl á hverju ári má búast við einhverjum látum í tengslum við nýnasista- og öfgahægrisamtök enda er það fæðingardagur einræðisherrans Adolfs Hitler. Hitler var fæddur í Braunau am Inn í Austurríki árið 1889 og eru því 129 ár frá fæðingu hans. Til að fagna halda nýnasitar í Þýskalandi og nágrannalöndum hátíð í smábæ. Vice greinir frá þessu.

 

Rokk, MMA og tattú

Nýnasistar í Þýskalandi halda upp á þetta með tveggja daga hátíð sem nefnist Sverð og skjöldur og fer hún fram í smábænum Ostritz, nálægt landamærunum við bæði Pólland og Tékkland, þar sem íbúafjöldinn er aðeins um 2400 manns. Búist er við því að hundruð, ef ekki þúsundir, nýnasista mæti til að taka þátt í „gleðinni“ og verður bærinn því undirlagður. Einnig er búist við því að fjölmargir skoðanabræður þeirra frá Austur-Evrópu mæti á svæðið.

Alls kyns skemmtanir verða á boðstólum á þessari hátíð. Leiðtogar þjóðernissinnaflokksins NDP ávarpa gestina, nýnasista rokkhljómsveitir troða upp og keppt verður í blönduðum bardagalistum (MMA). Einnig verður hægt að kaupa fatnað og láta húðflúra sig á hátíðarsvæðinu. Slagorð hátíðarinnar í ár er „Reconquista Europe“ eða „Náum Evrópu aftur“ með vísun til innflytjendastraumsins í álfunni undanfarin ár.

Ostriz er ekki nasistabær

Andstæðingar nýnasisma óttast að hátíðin verði notuð til að samræma, skipuleggja og fjárefla baráttuna gegn múslimum í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi. Andstæðingar nýnasista í Ostriz og víðar hafa því ákveðið að halda sína eigin samkomu á staðnum og óttast margir að kunni að slást í brýnu milli hópanna tveggja. Margir vilja að Sverð og skjöldur verði einfaldlega bönnuð en aðstandendurnir passa sig á því að brjóta ekki ströng lög Þýskalands varðandi nasismann. Ekki verður rætt um helförina og engum hakakrossum flaggað. Þetta þýðir til dæmis að þeir nýnasistar sem eru með krossinn húðflúraðan á sig verða að hylja þann hluta líkama síns.

Innanríkisráðuneyti Þýskalands lét nýverið gera úttekt á öfgahægristefnunni og þá kom í ljós að töluverð fjölgun er í þessum hópi. Árið 2014 voru þessir öfgamenn 21 þúsund talsins en tveimur árum síðar rúmlega 23 þúsund. Sterkasta vígi þeirra er fylkið Saxland í austurhluta landsins. Samkvæmt skýrslunni er þetta í beinu samræmi við komu milljón manns frá múslimalöndum síðan árið 2015.

Michael Schlitt, íbúi í Ostriz, er einn af þeim sem mun mótmæla hátíðinni harkalega. Hann segir:

„Við ætlum ekki að leyfa nýnasistum að hafa bæinn yfir helgina svo þeir getið haldið upp á afmæli Hitlers óáreittir. Ostriz er ekki nasistabær, ekki einu sinni yfir eina helgi. Við getum ekki leyft þessum snjóbolta að verða að snjóflóði. Við getum stöðvað snjóboltann, ekki snjóflóðið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi