fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Margrét Friðriks fékk boðorð í bakið: „Þetta var svo auðvelt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Margrét Friðriksdóttir fékk heldur kaldar kveðjur fyrr í dag þegar hún spurði innan hóps forritara á Íslandi hvort einhver gæti bent henni á leiðir til að hlaða niður ólöglega ákveðnu forriti. Margrét er afar trúrækin og vísar oft í biblíuna. Það kom í bakið á henni í þetta skiptið því einn forritari benti henni á sjöunda boðorðið. Svo fór að Margrét eyddi innlegginu.

„Er orðið ógerlegt að downloada forritum í dag, vitiði um íslenska download síðu í ætt við piratebay?,“ spurði Margrét. Einn forritari sagði henni strax að þetta væri ekki rétti staðurinn fyrir þessa fyrirspurn. „Þetta er ekki réttur vettvangur, efast um að þú fáir hjálp við að stela hugbúnað inn á síðu fyrir fólk sem lifir á því að smíða hugbúnað,“ sagði sá.

Margrét lét ekki deigan síga og spurði á móti hvar sá vettvangur væri. „Ertu að spyrja hvar er réttur vettvangur til að sækja hugbúnað ólöglega?,“ spurði þá annar forritari. „Já eða spyrjast fyrir hvort þetta sé alveg hætt í dag, var að spyrja að því líka? Þetta var svo auðvelt fyrir ekki svo löngu, er alveg búið að koma í veg fyrir þetta í dag?,“ spurði Margrét.

Þá sagði þriðji forritarinn: „Minnumst sjöunda boðorðsins“. En líkt og flestir vita hljóðar það boðorð svo: „Þú skalt ekki stela.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat