fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Khaled öskraði þegar fangelsisdómur var kveðinn upp

Auður Ösp
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 13:48

Khaled Cairo í Héraðsdómi. Ljósmynd/Skjáskot af vef RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Khaled Cairo, 39 ára gamall hælisleitandi frá Jemen hefur verið dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Sanitu Braun að bana að heimili hennar við Hagamel í september 2017. Dómur fell í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag.

Það var þann 21.september síðstliðinn að Sanita Brauna fannst látin í íbúð sinni á Hagamel. Sanita var frá Lettlandi en var búsett hér á landi og hafði atvinnu hér.

Fyrir dómnum var spiluð upptaka af símtali meðleigjanda Sanitu til Neyðarlínunnar en þar óskaði hann eftir aðstoð því að „maður sé að lemja konu.“ Þegar búið var að gefa honum samband við lögregluna mátti heyra óp í konu í bakgrunni og æpti hún á ensku: „help me please.“ Þá segir nágranninn að að hann þori ekki fram: það sé brjálaður maður inni í íbúðinni en hann sé sjálfur staddur í herbergi sínu.

Á upptökunni má heyra hann segja  árásarmaðurinn sé að drepa konuna, hann heyri hann segja að hún verði að deyja. Því næst má heyra þegar hann opnar

dyrnar fram á gang og tali þar við mann sem segi honum að hringja á lögreglu. Kemur hann síðan til baka í símann og segir að maðurinn sé að lemja konuna með slökkvitæki og það sé „allt í blóði.“

Khaled var handtekinn á vettvangi, alblóðugur, grunaður um að hafa ráðist á Sanitu og ráðið henni bana. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald hinn 22 september á grundvelli rannsóknarhagsmuna og síðan hinn 29.september í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Hann játaði við yfirheyrslur að hafa veist að Sanitu og meðal annars veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Ástæðan var sú að hann var afbrýðisamur eftir að hann komst að því að Sanita hafði verið með öðrum manni. Khaled veitti Sanitu áverka með glerflöskum, straujárni og slökkvitæki. Var mikið blóð á vettvangi en hún lést af sárum sínum.

Við þingfestingu málsins í febrúar síðastliðnum játaði Khaled að hafa ráðist á Sanitu en neitaði að hafa orðið henni að bana. Í frétt á Visir.is kemur fram að Khaled hafi tryllst vegna þess að Sanita átti í einhverjum samskiptum við aðra karlmenn.

Skýtur þetta nokkuð skökku við enda kom fram í umfjöllun DVum málið í fyrrahaust að Khaled og Sanita áttu aldrei í ástarsambandi og vildi hún ekkert með hann hafa. Í viðtali við DV sagði tengdasonur Sanitu að henni hafi staðið stuggur af Jemenanum og hafi tjáð fjölskyldu sinni og vinum að hún væri hrædd við hann.

Andzela Zumente, kunningjakona Sanitu frá Lettlandi, einnig búsett í Reykjavík, sagði einnig í samtali við DV í haust að Sanita hafi sagt að henni litist ekkert á Khaled og að hann væri ekki maður við hennar hæfi.

RÚV greinir frá því að Khaled hafi hrópað þegar dómur Héraðsdóms var kveðinn upp fyrr í dag. Hann er sagður hafa öskrað á ensku að hann hefði ekki drepið Sinitu og að hún hafi dáið á spítalanum.

Auk fangelsisrefsingarinnar eru honum gert að greiða miskabætur til foreldra Sanitu, 1.600.000 krónur til hvors um sig. Þá er honum gert að greiða miskabætur til barna hennar sem verða 3.000.000 til hvers um sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“