fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hælisumsókn Mahad Mahamud hafnað – Verður sendur aftur til Noregs

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 06:49

Mahad Mahamud. Mynd/Skjáskot af YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ársbyrjun 2017 var Mahad Mahamud sviptur norskum ríkisborgararétti eftir að útlendingaeftirlitinu bárust upplýsingar um að hann hefði logið til um uppruna sinn þegar hann sótti um hæli í Noregi 17 árum áður. Hann kom til Noregs barn að aldri og sagðist vera frá Sómalíu og fékk norskan ríkisborgararétt 2008. Í kjölfar ábendinga um að þetta væri ekki rétt könnuðu norsk yfirvöld málið og komust að þeirri niðurstöður að Mahamud sé frá Djibútí. Á þessum grundvelli var hann sviptur ríkisborgararétti. Í framhaldi af því missti hann atvinnuleyfi í Noregi en hann starfaði sem líftæknifræðingur.

Óhætt er að segja að allt hafi farið á versta veg hjá Mahamud í framhaldi af þessu. Hann gat ekki unnið og neyddist til að selja nýbyggt hús sitt. Hann fékk enga fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera og gat ekki séð sér farborða. Á endanum ákvað hann að yfirgefa Noreg og halda til Kanada. Hann strandaði hins vegar á Íslandi og hefur verið hér á landi síðan í október. Hann sótti um hæli hér á landi en Útlendingastofnun hafnaði umsókn hans í janúar.

Hann áfrýjaði ákvörðun Útlendingastofnunar til Kærunefndar útlendingamála sem hefur nú tekið málið fyrir. Ákvörðun Útlendingastofnunar var staðfest að því er segir í frétt TV2 nú í morgun.

Hann verður því sendur aftur til Noregs á grundvelli Dyflinarsamkomulagsins.

Í samtali við TV2 spurði Mahamud hvernig væri hægt að senda hann aftur til Noregs þar sem honum hafi verið vísað úr landi.

„Ég skil þetta ekki.“

Sagði hann og bætti við:

„Hvernig er hægt að vísa í Dyflinarsamkomulagið í mínu máli? Ég kom til Noregs löngu áður en samkomulagið var gert.“

Lögmaður Mahamud, Arild Humlen, segir að hann ætli að sækja um frestun á brott vísun Mahamud frá Noregi og að hann fái atvinnuleyfi á nýjan leik þegar hann kemur til Noregs. TV2 hefur eftir honum að búið sé að fresta fyrirtöku áfrýjunarmáls Mahamud til haustsins. Þá verður tekist á um hvort svipting ríkisborgararéttsins er ólögmæt. Humlen segir að hann sé bjartsýnn á að ákvörðuninni verði snúið við þar sem hann geti lagt fram ný gögn sem styrki mál Mahamud mikið. Hann hefur alla tíð staðið fast á því að hann sé frá Sómalíu.

Norska útlendingastofnunin hefur ekki viljað tjá sig um afhverju hún hefur fallist á að taka aftur við Mahamud sem hefur verið vísað úr landi og settur í endurkomubann.

Mahamud á að fara frá Íslandi í síðasta lagi 8. maí en TV2 segir að hvorki norsk né íslensk yfirvöld geti svarað hvernig eða hvenær hann geti farið frá Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi