fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Biggi lögga: Svona tölum við ekki um börn!

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga eins og hann er gjarnan kallaður, segist vera búinn að fá sig fullsaddan af því hvernig talað er um æsku landsins.

Tilefni skrifa Birgis, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni, eru fréttir þess efnis að óánægja ríki meðal íbúa Norðlingaholts vegna fyrirhugaðs vistheimilis í hverfinu fyrir börn sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda. Hafa íbúar heimildir fyrir því að ráðgert sé að heimilið verði opnað í húsi við Þingvað 35.

Húsið er í eigu dótturfélags GAMMA og herma heimildir að langtíma leigusamningur milli félagsins og Barnaverndarstofu liggi á borðinu.

Sérstaklega eru íbúar uggandi yfir því að í 100 metrum frá húsinu er opinn leikskóli í Björnslundi. Norðlingaholt sé það hverfi í Reykjavík þar sem einna mest er um börn á leikskólaaldri.

Birgir vitnar í yfirlýsingu íbúasamtaka Norðlingaholts þar sem segir:

„Klárt mál er að finna þarf viðeigandi úrræði fyrir ungmenni sem glíma eða hafa glímt við alvarlegan og fjölþættan fíkniefnavanda. Hins vegar á starfsemi sem þessi ekki heima í hverfi eins og þessu frekar en öðru íbúasvæði.“

Birgir gefur lítið fyrir þessi ummæli:

„Hvað getur maður sagt? Þetta viðhorf er sorglegra en tárum taki. Er umræðan síðustu vikna kannski ekkert annað en hégómlegt hjal þjóðar sem þráir það eitt að láta SÉR líða betur með því að þykjast vera umhugað um málefni þessa ungmenna? Það er svo góð tilfinning að þykjast vera ekki sama. Sé ég tár á hvarmi eða er þetta glimmer sem glampar svona á,“ spyr Birgir sem heldur áfram:

„Við erum ekki að tala um ófreskjur eða villidýr sem munu ráðast á leikskólabörnin í hverfinu. Við erum tala um ungmenni af holdi og blóði. Einstaklinga með drauma og þrár. Ungmenni sem hafa það samt umfram flest okkur þessi fullorðnu að þau eiga sér fortíð sem er máluð dekkri litum en við getum ímyndað okkur. Sú fortíð á samt ekki að ræna þau réttinum á framtíð.“

Birgir segir að þetta séu ungmenni sem í alvörunni er hægt að bjarga, en af vanþekkingu, fordómum og ótta þá eigi að jaðarsetja þau enn frekar.

„Eins og brekkan sé ekki nógu brött nú þegar. Við ætlum að stala frá þeim voninni. Sitjum eins og keisarar í hásætum hringleikahúss og beinum þumlunum niður. Það eru send út þau skilaboð að þetta séu lægra settir einstaklingar en við hin. Við hin vamlausu. Til hamingju Ísland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“