fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Allir meðlimir Kaleo ranglega sagðir glæpamenn: „Elsku mamma hringdi í mig í áfalli“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allir fjórir meðlimir íslensku rokkhljómsveitarinnar Kaleo hafa verið handteknir á alþjóðaflugvelli Los Angeles fyrir tilraun til smygls á 20 kílógrömmum af kókaíni sem var falið í tveimur kaffipokum.“ Svo hljóðar inngangur „fréttar“ á vefnum fox-news24.com. Þar er fullyrt að fíkniefnin hafi fundist í fórum Rubins Pollock gítarleikara en öll hljómsveitin hafi verið handtekin vegna rannsóknarhagsmuna.

Til allra lukku fyrir unnendur hljómsveitarinnar er þetta falsfrétt. Líkt og sjá má á Instagram-síðu hljómsveitarinnar ganga meðlimir hennar lausir, en myndinni hér fyrir neðan var deilt í gær. Síðan sem „fréttin“ birtist á er ótengd Fox News. Til marks um að hún dreifi falsfréttum þá er ekki hægt að deila slóð síðunnar í skilaboðum á Facebook. Á vefsíðunni Factcheck.org er fox-news24 á lista yfir þekkta falsfréttamiðla.

Í stuttu skriflegu samtali var ekki að heyra á Rubin að falsfréttin hafi valdið honum áhyggjum. „Nei, mér fannst þetta mjög fyndið, en elsku mamma hringdi í mig í áfalli,“ sagði Rubin.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íslendingur verður skotspónn falsfrétta. Grínistinn Helgi Steinar Gunnlaugsson varð fyrir því á dögunum að falsfréttamiðilinn Global News greindi ranglega frá því að hann væri látinn. Í samtali við Vísi hafði Helgi húmor fyrir þessu og sagði: „Ég skil ekki hver hvatinn á bak við þetta er og get ekki séð hvernig þeir eiga að geta fengið peninga út úr þessu eins og í „Nígeríusvindlum“ svokölluðum. Ef einhver úr fjölskyldu minni hefði séð þetta þá hefði dugað að hringja í mig til að afsanna þetta.“

#Kaleo

A post shared by Kaleo (@officialkaleo) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks