fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ella óttaðist að biðja um orlof á Stjörnutorgi eftir að byssu var miðað á hana

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ella Esther Routley, frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík, býr yfir óhugnanlegri lífsreynslu. Líkt og fleiri frambjóðendur flokksins hefur Ella lengst af unnið við láglaunastörf og þekkir það vel að þurfa að rýna í hverja einustu krónu. Ella deilir frásögn sinni í kynningarfærslu fyrir flokkinn.

Ella Esther er fædd í Sierra Leone. Áður en hún fékk dvalarleyfi á Íslandi rak hún verslun í Freetown. Pólitískar óeirðir voru daglegt brauð.

Einn janúarmorgun hringdi vinkona mín klukkan fimm um morgun og sagði okkur að uppreisnarmenn væru að taka yfir hverfið. Við rukum upp, ég setti inn á mig alla peningana og vegabréf. Svo földum við okkur. Byssuskotin nálguðust, og svo brutust þeir inn. Þeir hrópuðu: Ef þið komið ekki fram, þá skjótum við. Eiginmaður minn fór fram að tala við þá en þeir kröfðust peninga. Einn þeirra öskraði: Ég vil sjá blóð, skjótum bara! Svo ég fór og gaf þeim seðlabúnt, og þeir fóru. Sem betur fer leituðu þeir ekki á mér. Daginn eftir byrjuðu þeir að kveikja í húsum, svo við flúðum borgina í nokkra daga.

Bróðir Ellu var á þessum tíma búsettur á Íslandi og bauðst hann til að útvega Ellu dvalarleyfi. Eftir að Ella kom til Íslands vann hún myrkanna á milli í láglaunastarfi með litla sem enga möguleika á bættum kjörum.

„Eftir dálitla leit fékk hann konuna hjá Gym 80 til að undirrita pappírana fyrir mig, svo ég kom og byrjaði að vinna.

Ég hafði fyrst einhverjar vonir um að ná að vinna mig upp úr láglaunastarfi. En það var ekki hægt. Ég var alltaf á fullu, tók aukaverk við þrif hér og þar um helgar, alltaf að streða við að láta enda ná saman. Það gafst ekkert ráðrúm til að setja fótinn upp á næsta þrep.“

Ella fór síðar að vinna við þrif á Stjörnutorgi, og síðan á elliheimili hjá Seltjarnarnesbæ. Hún lýsir því hvernig sjálfsögð réttindi einstaklings á vinnumarkaði reyndist henni algjörlega framandi.

„Einn daginn heyrði ég í fólki tala um hvenær það ætlaði að taka frídagana sína. Ég hugsaði bara: orlof? Má það? Ég fór að spyrjast fyrir og komst að því að ég átti rétt á fríi. Enginn hafði sagt mér það, og ég vissi ekki að ég þyrfti að spyrja. Og ég var hrædd við að spyrja! En þegar ég gerði það fékk ég fríið mitt.“

Ella þurfti að lokum að hætta í ræstingavinnunni þar sem að líkami hennar sagði einfaldlega stopp.

„Stemningin á vinnustaðnum var ekki góð. Ég hef alltaf unnið hratt svo ég geti tekið smá pásu. En þegar ég gerði það, þá kom einhver sem vann á elliheimilinu og skammaði mig fyrir að sitja. Ég hefði ekki getað unnið út lífið við þrif. Maður fær aldrei stöðuhækkun, ég hefði bara þurft að skúra út ævina. Sem betur fer hætti ég eftir átta ár. Líkaminn minn er ónýtur, ég hef farið í aðgerðir á úlnlið útaf taugakreppu og á öxl, og mér er alltaf illt í bakinu.“

Hún gerðist í kjölfarið dagforeldri og segir að sú ákvörðun hafi breytt lífi hennar. Hún er nú loksins orðin ánægð í starfi.

„Það breytti lífi mínu að verða dagmamma. Núna get ég sest niður af og til þegar ég passa börnin. Þetta er fullkomið starf fyrir mig, foreldrarnir eru vingjarnlegir og börnin æðisleg. Ég á svosem ekki mikið eftir milli handanna þegar ég hef sent peninga heim og borgað öll gjöld, en ég er hamingjusöm, og svo þakklát fyrir að búa hér á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi