fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Donald Trump ætlaði ekki að vísa 60 rússneskum stjórnarerindrekum úr landi – Misskilningur á misskilning ofan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 04:55

Pútín og Trump á góðri stund.

Það kom mörgum á óvart þegar Donald Trump vísaði 60 rússneskum stjórnarerindrekum úr landi nýlega. Þetta voru viðbrögð Bandaríkjastjórnar við meintri morðtilraun rússneskra stjórnvalda við Skripal feðginin sem eitrað var fyrir í Bretlandi. Vesturlönd höfðu sammælst um að bregðast harkaleg við meintri árás Rússa og að vera samstíga í viðbrögðum.

En það kom á óvart hversu mörgum stjórnarerinddrekum Bandaríkin vísuðu úr landi, sérstaklega í ljósi þess að ríki eins og Þýskaland og Frakkland vísuðu hvort um sig fjórum rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Washington Post segir að Trump hafi alls ekki ætlað að vísa svona mörgum Rússum úr landi. Hann var staddur á golfvelli sínum í Mar-a-Lago í Flórída þegar málið var til afgreiðslu og sagði ráðgjöfum sínum að Bandaríkin myndu vísa jafnmörgum stjórnarerindrekum úr landi og Evrópa.

„Við verðum ekki í fararbroddi. Við jöfnum.“

Er hann sagður hafa sagt eftir því sem ónafngreindur heimildarmaður sagði Washington Post.

Daginn eftir að tilkynnt var um brottvísanirnar er Trump sagður hafa orðið öskureiður þegar hann sá að fjölmiðlar sögðu Bandaríkin vera það ríki sem hefði brugðist harkalegast við og vísað flestum úr landi. Ráðgjafar hans fullvissuðu hann um að fjöldinn væri nokkurn veginn sá sami og fjöldi brottvísana frá Evrópuríkjum.

Trump er sagður hafa svarað því til að honum væri sama um heildartöluna og bölvandi er hann sagður hafa vísað til fjölda stjórnarerindreka sem Frakkar og Þjóðverjar vísuðu úr landi. Hann hafi viljað jafna þann fjölda sem einstök ríki vísuðu úr landi en ekki heildartöluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?