fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Heimþrá og fátækt gera líf innflytjenda erfitt – Jafnaðarmenn vilja aðstoða fyrstu kynslóð innflytjenda við að flytja aftur heim

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 07:05

Verður Hróarskelda höfuðborg Danmerkur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda áratug síðustu aldar og á þeim áttunda streymdi fólk frá Tyrklandi, Pakistan og þáverandi Júgóslavíu til Danmerkur. Mikill skortur var á vinnuafli og innflytjendurnir fylltu í lausar stöður í skipasmíðastöðum og verksmiðjum. Í Danmörku var þetta fólk kallað „Gestavinnuafl“ en þrátt fyrir að hafa verið talið vera gestavinnuafl þá dvaldist mörgum þeirra áfram í Danmörku. í dag er þetta fólk að mestu hætt að vinna og komið á eftirlaun. Draumurinn um gott líf í fjárhagslegu öryggi í Danmörku er að mestu horfinn og marga langar aftur til heimalandsins.

Danskir jafnaðarmenn vilja nú láta til sín taka í þessu máli og leggja til að fólkið verði aðstoðað við að flytja aftur til upprunalandsins. Niðurstöður rannsóknar sýna að þetta fólk glímir við fátækt, talar lélega dönsku og hefur heimþrá. Jafnaðarmenn telja að hugmyndir þeirra leysi vanda þessa fólks og gagnist dönsku efnahagslífi.

Í umfjöllun Jótlandspóstsins er haft eftir Mattias Tesfaye, talsmanni jafnaðarmanna í málefnum útlendinga, að þetta fólk hafi alist upp í menningu þar sem eldra fólk býr heima hjá börnum sínum og bönin og barnabörn annist það. En þannig sé dönsk menning ekki og því hafi sumir úr þessum hópi lent í þeirri stöðu að þeir verða að búa einir eða á elliheimili. Þetta fólk vilji frekar búa hjá ættingjum í þeim bæ sem það ólst upp. Þetta eigi að virða.

Jafnaðarmenn vilja opna á þann möguleika að „Gestavinnuaflið“ fái tækifæri til að flytja aftur heim af fúsum og frjálsum vilja með fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. Kerfið er við lýði í dag en er ætlað flóttafólki og ákveðnum hópum innflytjenda. Á síðasta ári greiddi ríkið að meðaltali um 120.000 danskar krónur með hverjum þeim sem nýtti sér þetta kerfi og flutti aftur heim. Peningunum er ætlað að standa straum af ferðakostnaði og aðstoða fólk við að koma sér fyrir í heimalandinu á nýjan leik.

Lögin ná ekki til þeirra sem eru með danskan ríkisborgararétt en Tesfaye segist sjá fyrir sér að þeir sem eru með tvöfaldan ríkisborgararétt, til dæmis tyrkneskan og danskan, geti afsalað sér þeim danska og fái þá umrædda greiðslu fyrir að flytja heim.

Anika Liversage, hjá Det Nationale Forsknings- og Analysecenter for Velfærd, þekkir vel til mála „Gestavinnuaflsins“. Hún segir það rétt að margir í þessum hópi standi frammi fyrir erfiðum efri árum í Danmöku og þrái að flytja aftur heim. Þetta tengist sérstaklega fátækt og lélegri dönskukunnáttu. Hún segir að um eitt prósent innfæddra Dana, 65 ára og eldri, lifi undir fátæktrarmörkum en hjá fyrstu kynslóð tyrkneskra innflytjenda, sem nú eru ellilífeyrisþegar, sé hlutfallið um þrjátíu prósent.

Hún segist þó ekki hafa mikla trú á að margir muni notfæra sér þennan möguleika. Ef fólk eigi börn og barnabörn í Danmörku muni það halda í það og einnig horfi margir eflaust til danska heilbrigðiskerfisins og vilja vera í námunda við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu