fbpx
Fréttir

Gunnar Smári segir Andrés bera ábyrgð á alræmdri Facebook-síðu: „Hann hefur verið kallaður heim“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 16. apríl 2018 10:08

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og formaður Sósíalistaflokksins, segir á Facebook-síðu sinni að Andrés Magnússon, pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu, beri ábyrgð á alræmdum kosningamyndböndum á Facebook. Síðan, sem kallar sig einfaldlega Kosningar, er nafnlaus en af efnistökum að dæma er hún augljóslega tengd hægri væng íslenskra stjórnmála. Í það minnsta er aldrei sagt neitt neikvætt um Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn né Framsóknarflokkinn. Andrés gefur lítið fyrir ásakanir Gunnars Smára og finnst þær ekki svaraverðar.

Gunnar Smári birtir skjáskot af stöðufærslu Andrésar þar sem sá síðarnefndi segist vera á leið til Íslands, en hann býr alla jafnan í Bretlandi. „Merkir þetta að kosningabarátta Íhaldsins í Reykjavík verður eins sóðaleg í borginni og hún hefur verið undanfarnar Alþingiskosningar? Skatta-Kata, Smári McCarthy vopnaður í Afganistan o.s.frv. Eftir því sem minna má ræða stefnu Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninga (enginn vill kjósa blinda hagsmunagæslu fyrir hina ríku) því meir leggur flokkurinn upp úr því að gera kosningabaráttu svo ógeðfellda að fólk gefist upp á pólitík og kjósi helst ekki,“ skrifar Gunnar Smári.

Gunnar Smári fullyrðir að Andrés hafi verið lykilmaður í neikvæðri kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár. „Hann hefur verið kallaður heim, meðal annars vegna þess að Eyþór Laxdal Arnalds nær ekki út fyrir þrengstu raðir sjálfstæðisfólks. Og ef ekki er hægt að tæla fólk til að kjósa xD má kannski fæla það frá að kjósa aðra flokka,“ skrifar Gunnar Smári.

Facebook-síðan Kosningar er eins og áður segir alræmd og hefur hleypt illu blóði í vinstra fólk. Fulltrúar vinstri flokka hafa reynt að finna út úr hver standi að baki áróðrinum en þær tilraunir virðast enn ekki hafa borið árangur. Hefur nafn Andrésar áður verið nefnt í tengslum við síðuna en pistlahöfundur Viðskiptablaðsins er ávalt kallaður heim í aðdraganda kosninga til að hjálpa til við að veiða atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Andrés segist í samtali við DV ekki nenna að svara þessum ásökunum: „Æ, ég nenni ekki að svara þessu rausi. Ég hef svarað sams konar ávirðingum áður, þar sem skýrt hefur komið fram að ég hef hvergi komið nálægt þessari neikvæðu kosningabaráttu sem hann nefnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Banaslys við Kirkjufell
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mikil ólga meðal starfsmanna Orkuveitunnar – Undrast aðgerðarleysi starfsmannastjórans

Mikil ólga meðal starfsmanna Orkuveitunnar – Undrast aðgerðarleysi starfsmannastjórans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hraðlyginn ökumaður – Maður handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti

Hraðlyginn ökumaður – Maður handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti
Fréttir
Í gær

Goldfinger skellir í lás

Goldfinger skellir í lás
Fréttir
Í gær

Kjartan áfrýjar fjögurra ára dómi sem hann hlaut fyrir að nauðga tveimur dætrum sínum

Kjartan áfrýjar fjögurra ára dómi sem hann hlaut fyrir að nauðga tveimur dætrum sínum
Fréttir
Í gær

Ásthildur er reið og vill fara í fangelsi – „Hirðið af henni heimilið og lífsstarfið“

Ásthildur er reið og vill fara í fangelsi – „Hirðið af henni heimilið og lífsstarfið“
Fréttir
Í gær

Áslaug er konan sem var rekin – „Ég ætlaði aldrei að verða ,,þessi kona””

Áslaug er konan sem var rekin – „Ég ætlaði aldrei að verða ,,þessi kona””
Fréttir
Fyrir 2 dögum

105 ára kona deilir leyndarmálinu sínu að baki langlífinu

105 ára kona deilir leyndarmálinu sínu að baki langlífinu