Fréttir

Drápu 58 kindur hjá bónda á Austurlandi: Margar kindur orðið fyrir skaða

Ritstjórn DV skrifar
Mánudaginn 16. apríl 2018 11:36

Matvælastofnun svipti nýverið sauðfjárbónda hluta fjár hans. Skepnurnar voru illa á sig komnar, voru þær vannærðar og ekki hugað líf. Alls voru 58 kindur sem þurfti að aflífa vegna skepnuskapar eigandans.

Matvælastofnun hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af bóndanum vegna þess að illa hefur verið farið með dýr á bænum. Í vetur hefur náið eftirlit verið haft með býlinu.

Við eftirlit stofnunarinnar í mars höfðu kröfur stofnunarinnar um úrbætur ekki verið virtar og ástand versnað. Í skeyti Matvælastofnunar segir:

Ástæða vannæringar er vanfóðrun og léleg heygæði. Ljóst var að margar kindur höfðu orðið fyrir varanlegum skaða og að þeim yrði ekki bjargað.

Mun Matvælastofnun halda áfram að fylgjast með bóndanum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af