fbpx
Fréttir

Gestum brugðið við köngulóarborgara

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 15:00

Veitingastaðurinn Bull City Burger í Durham í Norður-Karólínu er þekktur á meðal nágranna fyrir afar framandi matseðil, hvort sem kúnnann langi í andafitufranskar eða saltkringlur með bjórsósu.

Það þykir að vísu ekki vera neitt í samanburði við nýjustu viðbótina, sem er hamborgari borinn fram með risastórri, kafloðinni tarantúlu, saltaðri og ofnbakaðri.

Þessi máltíð spratt upp úr þeirri hugmynd að prófa nýjar, framandi bragðtegundir út mars- og aprílmánuð.

Eigendur staðarins segja þessa máltíð gera gestum bilt við, en að rétturinn sé eftirsóttur engu að síður.

„Fólk segir að þetta bragðist eins og krabbi. Aðrir segja að þetta sé eins og skelfiskur, með örlitlu málmbragði. Hins vegar er það niðurstaða flestra að erfitt sé að líkja bragðinu á fótleggjunum við eitthvað ákveðið. Hver biti er öðruvísi!”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann
Fréttir
Í gær

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“
Fréttir
Í gær

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“