fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Tveir læknar blekktir til fjárfestinga – Héldu að þeir væru að fjárfesta í kannabisframleiðslu en peningarnir fóru í griðland fyrir fugla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 21:00

Tveir læknar frá Flórída í Bandaríkjunum hafa stefnt eiganda fyrirtækisins Full Spectrum Nutrition í Colorado Springs fyrir dóm. Læknarnir segja að þeir hafi verið blekktir til að setja 1,1 milljón dollara, sem svarar til rúmlega 100 milljóna íslenskra króna, í fyrirtækið. Læknarnir töldu sig vera að fjárfesta í framleiðslu á kannabíóðaþykkni og tengdum vörum. En peningarnir voru notaðir til að byggja upp griðland fyrir fugla á Kosta Ríka.

Læknarnir halda því fram að þeir hafi verið blekktir og krefjast þess að fá fjárfestingu sína endurgreidda og að auki þrefalda þá upphæð í skaðabætur. Denver Post hefur eftir Craig Brand, lögmanni, að eigandi Full Spectrum Nutrition, John Michael Merritt Jr, sé „klassískur svikahrappur“ sem herji á fólk sem dreymi um að græða milljónir á ört vaxandi marijúanaiðnaðinum.

Kosta Ríka er sannkölluð paradís fyrir dýralíf sagði Brand en tók jafnframt fram að læknarnir hefðu aldrei ætlað að setja peninga í iRescue fuglagriðlandið sem Merritt hefur verið að byggja upp þar. Brand sagði að Merritt hafi lagt vel unna viðskiptaáætlun fyrir læknana og hafi allt bent til að þeir ættu mikinn hagnað í vændum af fjárfestingu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?