Fréttir

Tveir læknar blekktir til fjárfestinga – Héldu að þeir væru að fjárfesta í kannabisframleiðslu en peningarnir fóru í griðland fyrir fugla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 21:00

Tveir læknar frá Flórída í Bandaríkjunum hafa stefnt eiganda fyrirtækisins Full Spectrum Nutrition í Colorado Springs fyrir dóm. Læknarnir segja að þeir hafi verið blekktir til að setja 1,1 milljón dollara, sem svarar til rúmlega 100 milljóna íslenskra króna, í fyrirtækið. Læknarnir töldu sig vera að fjárfesta í framleiðslu á kannabíóðaþykkni og tengdum vörum. En peningarnir voru notaðir til að byggja upp griðland fyrir fugla á Kosta Ríka.

Læknarnir halda því fram að þeir hafi verið blekktir og krefjast þess að fá fjárfestingu sína endurgreidda og að auki þrefalda þá upphæð í skaðabætur. Denver Post hefur eftir Craig Brand, lögmanni, að eigandi Full Spectrum Nutrition, John Michael Merritt Jr, sé „klassískur svikahrappur“ sem herji á fólk sem dreymi um að græða milljónir á ört vaxandi marijúanaiðnaðinum.

Kosta Ríka er sannkölluð paradís fyrir dýralíf sagði Brand en tók jafnframt fram að læknarnir hefðu aldrei ætlað að setja peninga í iRescue fuglagriðlandið sem Merritt hefur verið að byggja upp þar. Brand sagði að Merritt hafi lagt vel unna viðskiptaáætlun fyrir læknana og hafi allt bent til að þeir ættu mikinn hagnað í vændum af fjárfestingu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fréttir
Í gær

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“
Fréttir
Í gær

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“