fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Neita að upplýsa hvenær húsaleigusamningur var handsalaður

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 16:00

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, neita að upplýsa hvenær samkomulag milli Ingu og sjóðsins um tvöfalda húsaleigu hennar var handsalað. Inga svarar ekki fyrirspurn DV um málið og það tók blaðið tæpar tvær vikur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fá viðbrögð frá Birni Arnari. Þegar það tókst loks sagðist framkvæmdastjórinn neita að tjá sig um mál einstakra leigjenda. Aðspurður hverjar verklagsreglurnar væru almennt þegar breytingar yrðu á tekjum eða eignastöðu leigjenda hjá Brynju sagði Björn Arnar: „Það eru engar verklagsreglur til varðandi svona mál enda koma þau aldrei upp.“ Þá sagði hann að samningum yrði ekki þinglýst á eignina eins og gert er með alla aðra leigusamninga félagsins.

Sakar DV um illgirni

Eins og kom fram í frétt DV á dögunum hefur Inga leigt íbúð af Brynju í sjö ár. Íbúðin er skráð fjögurra herbergja og er 148 fermetrar að stærð, þar af 28 fermetra bílskúr. Húsaleigan sem Inga hefur greitt hefur verið afar hagstæð. Samkvæmt þinglýstum leigusamningi var leigan um 110 þúsund krónur á mánuði og var þeim upplýsingum slegið upp í frétt blaðsins. Eins og áður svaraði Inga ekki spurningum blaðsins um málið en nokkrum dögum eftir að fréttin birtist gaf hún út þá yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni að leigan væri í raun tvöföld. „Eftir að ég varð þingmaður varð það samkomulag milli mín og Brynju hússjóðs ÖBÍ að á meðan ég starfaði sem slíkur myndi ég greiða 100% hærri húsaleigu þegar ég hefði náð þeim hámarksviðmiðunartekjum sem þeir miða við,“ skrifaði Inga og sagði að samkvæmt heimabanka sínum ætti hún að borga 235.418 krónur í leigu fyrir apríl mánuð. „Já, hann er misjafn skíturinn sem flæðir með allri sinni illgirni,“ bætti Inga við.

Í viðtali við Stöð 2 skömmu síðar sagði Inga að samningurinn hefði verið gerður „fyrir stuttu“ og að hún væri þakklát fyrir þann velvilja sem hússjóðurinn sýndi henni og þeim breyttu aðstæðum sem hún væri í. „Ég get ekki fullþakkað það, þetta er náttúrulega mitt friðhelgi, mitt heimili og eina öryggið sem ég á,“ segir Inga.

Íbúðin sem Inga Sæland leigir af Öryrkjabandalaginu er 148 fermetrar að stærð. Íbúðin er á jarðhæð og því fylgir rúmgóður sólpallur með eigninni

Árslaun uppá 20 milljónir króna

Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, á og rekur um 860 íbúðir sem leigðar eru út á hagstæðu verði til öryrkja. Eftirspurn eftir  húsnæði á vegum félagsins hefur aldrei verið meiri en umsækjendur geta vænst þess að biðtíminn eftir íbúð sé um fjögur ár. Til þess að eiga rétt á einstaklingsíbúð hjá Brynju verða árstekjur umsækjanda að vera undir 4.749.000 króna á ári, sem eru mánaðarlaun upp á rúmlega 395 þúsund krónur á mánuði. Hámarkið fyrir hjón og sambúðarfólk er 6.649.000 krónur á ári, sem eru mánaðarlaun upp á rúmlega 554 þúsund krónur.

Mánaðarlaun Ingu Sæland á Alþingi eru tæplega 1,7 milljónir króna á mánuði auk fastra mánaðarlegra kostnaðargreiðslna upp á 70 þúsund krónur. Það gera árslaun upp á rúmar 20 milljón króna. Laun hennar eru því rúmlega fjórföld hámarksárslaun einstaklinga og tæplega þreföld hámarksárslaun hjóna eða sambúðarfólks sem hefur í hyggju að sækja um íbúð hjá Brynju.

Í áðurnefndu viðtali við Stöð 2 sagði Inga að sjóðurinn hefði horft til þess að ekki væri „alveg þar með sagt að hún væri komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi.“ DV myndi gjarnan vilja spyrja Ingu, ef hún svaraði spurningum blaðsins, hvort starfsöryggi hennar sem þingmanns væri virkilega minna en annarra einstaklinga á vinnumarkaði. Kjörtímabilið er fjögur ár og ef þingi yrði slitið fyrr og boðað til kosninga þar sem Inga myndi missa þingsæti sitt þá má ekki gleyma því að hún fengi greidd biðlaun í þrjá til sex mánuði eftir atvikum.

Inga Sæland
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?