fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Íkorni sem missti fætur fær hjálpartæki: „Hann er nú að læra að ganga með þetta“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. apríl 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar tyrkneski íkorninn Karamel lenti í gildru í bænum Batman í suðausturhluta landsins leit allt út fyrir að ævi hans væri búin. En dýravinir hjá Aydin háskólanum í Istanbul voru ekki tilbúnir að gefast upp á honum og smíðuðu fyrir hann hjálpartæki til að komast um. Daily Sabah í Tyrklandi greinir frá þessu.

Karamel fannst fastur í gildru sem lögð var fyrir villt dýr í Batman. Hann var með lífsmarki en mjög illa haldinn og framfætur hans kramdir. Farið var með hann til dýralæknis sem gerði sex klukkutíma skurðaðgerð á honum. Það dugði ekki til og Karamel þurfti að gangast aftur undir hnífinn. Niðurstaðan var sú að hann missti báða framfæturnar en var engu að síður hugað líf.

Til að Karamel gæti komist um og borðað varð að smíða handa honum búnað og það tóku vísindamenn og læknar við Aydin háskóla að sér. Tölvuverkfræðingurinn og dýravinurinn Tayfun Demir leiddi verkefnið en með honum störfuðu bæklunarlæknirinn Mustafa Gultekin, læknirinn Tolgay Satana og sjúkraþjálfarinn Eylem Kucuk.

Demir á sjálfur íkorna sem gæludýr en hann bjargaði honum frá veiðimönnum. Ólöglegt er að veiða íkorna í landinu þeir eiga enga möguleika á að matast og sleppa undan rándýrum ef þeir eru bæklaðir.

Vísindamennirnir hönnuðu nokkur konar hólk sem er bundinn utan um búk Karamel með teygju og rennur um á tveimur hjólum. Það tók Karamel þó nokkurn tíma að venjast hjálpartækinu en hann getur nú borðað sjálfur. Gultekin segir:

„Hann er villt dýr sem er að reyna að búa hjá mönnum og hann er með ókunnan hlut fastan við líkama sinn. Að sjá hvernig hann bregst við tækinu er mikilvægt fyrir okkur. Hann er nú að læra að ganga með þetta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus