fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Er þetta óvinsælasta konan í Danmörku í dag? Vann óvart skemmdarverk á ævafornri dys

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. apríl 2018 07:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hver stal úr dysinni?“ Svona hófst færsla á Facebooksíðu dönsku Hallar- og menningarstofnunarinnar í gær eftir að í ljós kom að búið var opna mörg þúsund ára gamla dys. Dysin er í Hedensted, á milli Horsens og Vejle á Jótlandi. Óttast var að sögulegum verðmætum hefði verið stolið úr dysinni og því kærði stofnunin hið meinta grafrán til lögreglunnar.

Danskir fjölmiðlar skýrðu frá málinu í gær og vakti það mikla athygli enda ekki gott ef grafræningjar fara ránshendi um ævafornar dysjar. En þegar leið á daginn fór málið að skýrast. Þá gaf kona nokkur sig fram við lögregluna og játaði að hún og ungur sonur hennar hefðu grafið holu í dysina. Þau höfðu ætlað að búa til helli til að leika í og höfðu því grafið stóra holu í dysina. Þau höfðu hins vegar ekki hugmynd að „hæðin“ sem þau grófu í er ævaforn dys.

Holan sem mæðginin gerðu í dysina.

TV2 hefur eftir Lars Bjarke Christensen, fornleifafræðingi hjá Hallar- og menningarstofnuninni, að það sé að sjálfsögðu léttir að hér hafi grafræningjar ekki verið að verki og að líklegast hafi engir munir verið teknir úr dysinni. En tjón varð á dysinni og nú er verið að reyna að lagfæra það þar sem óttast er að dysin geti hrunið saman ef ekkert verður að gert.

Dysin við Hedensted er vel varðveitt dys frá því um 1.700-500 fyrir Krist. Hún er um 15-19 metrar að þvermáli og rúmlega 3 metra há. Fornleifafræðingar hafa ekki grafið í dysina og því er ekki vitað hvað er inni í henni en stærð hennar bendir til að þar hafi fyrirmenni verið grafið. Um 86.000 dysjar eru í Danmörku og eru þær allar friðaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“