fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Sífellt færri vita um Helförina: Minna en helmingur veit hvað Auschwitz er

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt færri vita hvað Helförin er og um hvað hún snerist. Í dag, fimmtudag, er sérlegur minningardagur um alla þá sem létust í Helför nasista í síðari heimstyrjöld. Samkvæmt nýrri könnun sem greint er frá í New York Times vita 66% Bandaríkjamanna á aldrinum 18 til 34 ára ekki að Auschwitz voru útrýmingarbúðir. Alls vissu 41% Bandaríkjamanna ekki hvað Auschwitz er.

31% Bandaríkjamanna, 41% yngra fólks, halda að 2 milljónir gyðinga hafi látið lífið í Helförinni, en talan er nær 6 milljónum. Aðeins 39% vissu að Adolf Hitler hefði komist til valda í Þýskalandi í lýðræðislegum kosningum.

„Því lengra sem líður frá atburðunum, nú eru meira en 70 ár liðin, því minni áhersla er á að fólk viti um þessa atburði, læri um þá og ræði,“ segir Matthew Bronfman stjórnarmaður í samtökum gyðinga, CJMCAG, sem gerði rannsóknina.

Höfuðkúpur fórnarlamba nasista í Majdanek-útrýmingarbúðunum.

Þrátt fyrir að fólk viti minna um atburðina þá telja langflestir að Helförin sé eitthvað sem allir ættu að þekkja. 93% svarenda í könnuninni sögðu að allir ættu að læra um Helförina í skólum og 96% sögðust vita að þjóðarmorð hefði verið framið á gyðingum.

„Vandinn er ekki að fólk trúir ekki að Helförin hafi átt sér stað, vandinn er að þetta er að gleymast,“ segir Greg Schneider hjá CJMCAG, en samtökin sérhæfa sig meðal annars í að semja fyrir hönd eftirlifenda Helfararinnar við þýsk stjórnvöld. „Fólk veit ekki smáatriðin eða er kannski ekki með fullan skilning á atburðunum, en það telur að þetta sé mikilvægt. Það er hughreystandi.“

Könnunin var gerð dagana 23. til 27. febrúar síðastliðinn og náði til 1.350 svarenda í Bandaríkjunum sem þýðir að skekkjumörk eru á milli 1-3%. Þar af voru 31% svarenda á aldrinum 18 til 34 ára.

Rúmlega 400.000 manns eru enn lifandi sem lifðu af Helför nasista, flestir eru á níræðis- og tíræðisaldri. Um er að ræða gyðinga, samkynhneigða, Votta Jehóva, sígauna, kommúnista og aðra sem nasistar töldu að ættu ekki rétt á að lifa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“