fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Samtök ríkja gegn spillingu skoðuðu tengsl íslenskra ráðamanna og lögreglu: „Þyki jákvætt að vera virkur þátttakandi í þessum tiltekna flokki“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 09:40

Lögreglumaður. Myndin tengist fréttinni ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gianluca Esposito, sérfræðingur GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, segir að löggæsla á Íslandi sé berskjölduð fyrir pólitískum áhrifum. Esposito, sem kom hingað til lands í vettvangsferð, segir að GRECO hafi fundið fyrir því að rótgróin tengsl séu á milli lögreglunnar og „tiltekins stjórnmálaflokks“. Greint er frá úttekt GRECO og rætt við Esposito í Fréttablaðinu í dag.

„Tilfinningin er að það þyki jákvætt að vera virkur þátttakandi í þessum tiltekna flokki,“

segir Esposito og bætir við að það þyki gott fyrir frama innan lögreglunnar að vera meðlimur í „tilteknum stjórnmálaflokki“. Þar að auki hafi samtökin fengið dæmi um að íslenskur ráðherra hafi með beinum hætti haft afskipti af störfum lögreglu.

Sem dæmi um að lögregla sé berskjölduð fyrir pólitísku valdi bendir Esposito á að raun heyri allir níu lögreglustjórar landsins sem og héraðssaksóknarar beint undir skipunarvald ráðherra, en ekki ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Þar að auki séu stjórnendur og almennir lögregluþjónar skipaðir til fimm ára í senn og því auðvelt að framlengja ekki ráðninguna án þess að ráðherra þurfi að skýra það.

GRECO mælir með að valdauppbygging lögreglunnar verði endurskoðuð til að minna afskipti ráðherra af lögreglu og að skerpa þurfi á hlutverki ríkislögreglustjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“