fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Velti 230 milljónum á síðasta ári á útleigu í gegnum Airbnb

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 06:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári velti tekjuhæsti Airbnbleigusali landsins 230 milljónum krónum en hann var með 46 gistirými í útleigu. Tíu tekjuhæstu íslensku leigusalarnir á Airbnb veltu 1,3 milljörðum á síðasta ári. Gisting í gegnum Airbnb tekur til sín stóran hluta af heildarfjölda gistinótta eða um 27 prósent á síðasta ári. Hótelin voru með 37 prósent og gistiheimili 12 prósent.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar er vitnað í nýja skýrslu Íslandsbanka sem verður kynnt í dag. Fram kemur að heildartekjur leigusala vegna útleigu á Airbnbíbúðum hér á landi hafi verið 19,4 milljarðar á síðasta ári og hafi aukist um 109 prósent frá árinu 2016. Gistinóttum fjölgaði um 2,1 milljónir á síðasta ári frá 2016.

Fram kemur að útleiga í Airbnb sé ekki lengur nær eingöngu bundin við höfuðbogarsvæðið því gistinætur á landsbyggðinni hafi verið 73 sinnum fleiri á síðasta ári en 2015. Þær voru 18.000 árið 2015 en 1,3 milljónir á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala