fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Freyja reið: „Í skjóli leyndarhyggju sé jaðarsettum hópum att saman“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Haraldsdóttir og Embla Guðrún Ágústsdóttir, talskonur Tabú-hópsins, hafa ákveðið að draga til baka þátttöku sína á pallborðum jafnréttisþings velferðarráðuneytisins undir yfirskriftinni #metoo og margbreytileiki. Þær segja að ástæðan snúist fyrst og fremst um greiðslur frá ráðuneytinu.

„Fyrir nokkru vorum við beðnar um að taka þátt í pallborðum ráðstefnunnar sem fulltrúar Tabú. Ekkert kom fram um þóknun fyrir þá vinnu. Í ljósi þess að Tabú rekur starf sitt eingöngu á tilfallandi styrkjum, sem er alfarið nýtt beint í femíniskt baráttustarf með fötluðu fólki en ekki vinnu fyrir hið opinbera, sáum við okkur ekki fært að verða við þeirri beiðni. Er við tilkynntum það var okkur tjáð að þátttaka okkar ,,væri afar mikilvæg“ og því væri ráðuneytið tilbúið að greiða samtals 100.000 kr. fyrir vinnuframlagið. Tabú samþykkti það tilboð,“ segir í yfirlýsingu þeirra.

Þær segja að í dag hafi þeim svo verið tilkynnt að engum fyrirlesara yrði greitt fyrir vinnu sína. „Í dag vorum við upplýstar um það að aðrir fyrirlesarar frá samtökum jaðarsettra hópa fá ekki greitt fyrir vinnuframlag sitt á jafnréttisþingi. Var þeim tjáð að engum fyrirlesara yrði greitt fyrir sína vinnu þegar um það var spurt,“ segir í yfirlýsingu.

Vegna þessa ætla þær ekki að taka þátt: „Við teljum ótækt að velferðarráðuneytið marki ekki skýra stefnu um greiðslur til fyrirlesara á viðburði á þeirra vegum til þess að koma í veg fyrir mismunun og tryggja jafnan aðgang allra að því að hafa rödd á málþingum sem þessum. Við getum ekki sætt okkur við það að í skjóli leyndarhyggju sé jaðarsettum hópum att saman með því að greiða mismunandi laun fyrir sambærileg verkefni. Á þessum forsendum getum við hvorki tekið við þessari greiðslu né tekið þátt í jafnréttisþingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis