fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusFréttirKynning

Mývatnshlaupið: Ein fallegasta hlaupaleið landsins

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 31. mars 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mývatnshlaupið er mikil upplifun fyrir hlaupara, ekki síst út af mikilli náttúrufegurð svæðisins. Hlaupið var lengi draumur Mývetninga og hann rættist loks 9. júlí 1995 þegar fyrsta Mývatns-maraþonið var haldið eins og sést í meðfylgjandi frétt frá þeim tíma. Þá var hlaupið heilt maraþon, 10 kílómetrar og 3 kílómetrar. Núna, 23 árum seinna, blómstar Mývatnsmaraþonið ennþá. Er hægt að hlaupa heilt maraþon, hálft maraþon, 10 kílómetra og 3 kílómetra skemmtiskokk.

Annar langþráður draumur er að rætast, en það er utanvegahlaup sem haldið verður föstudaginn 25. maí og verður kynnt síðar.

Mývatnsmaraþon verður haldið laugardaginn 26. maí og er að venju hlaupið í kringum vatnið. Hlaupið í ár verður með sama fyrirkomulagi og í fyrra, þ.e. ræst og endað við Jarðböðin við Mývatn. Mývatnsmaraþonið er frábær upplifun fyrir alla fjölskylduna þar sem náttúran og landslagið leika gríðarlega stórt hlutverk. Síðustu ár hafa Jarðböðin við Mývatn og Mýflug staðið að baki Mývatnsmaraþoninu en það er unnið í samvinnu við íþróttafélagið Mývetning.

Þátttakendur geta valið úr fjórum vegalengdum, maraþoni, hálfmaraþoni, 10 kílómetrum og 3 kílómetrum. Þetta verður heil helgi full af dagskrá fyrir alla fjölskylduna, skemmtiskokk og skemmtigöngur, tónlistaratriði og fleira. Því ættu allir að finna eitthvað fyrir sitt hæfi.

 

  1. –27. maí, 2018: Forskráningin er í fullum gangi á www.myvatnmarathon.com en skráningargjöldin hækka 1. apríl.

Dagskrá á hlaupadegi:

42 km – Hefst kl 10.00

21 km – Hefst kl 12.00

10 km – Hefst kl 13.00

3 km – Hefst kl 13.00

 

Innifalið í þátttökugjaldi í hlaupum laugardaginn 26. maí er aðgangur í Jarðböðin og hlaupabolur. Einnig verða veitt sérstök útdráttarverðlaun. Þátttakendur skulu vera mættir upp í Jarðböð að minnsta kosti 1 klst. fyrir hlaup.

Full dagskrá fyrir helgina 25.–27. maí verður kynnt eftir páska.

 

 „Þessi braut er ein sú fallegasta sem til er á Íslandi“

Hjónin Guðmunda Steinunn Sigurbjörnsdóttir og Gunnar Stefán Richter eru á meðal fjölmargra ánægðra þátttakenda í Mývatnsmaraþoninu. Guðmunda tók fyrst þátt í hlaupinu árið 2007: „Þetta var hugsað sem löng æfing fyrir Laugavegshlaupið. Þetta gekk mjög vel og ég fór á tímanum 3:55. Árið 2010 fór ég síðan á nýju brautinni sem er enn í dag og þá vann ég kvennaflokkinn á tímanum 3:42,“ segir Guðmunda.

Gunnar keppti í hlaupinu á árunum 2000–2005 með félögum sínum hjá Námsflokkum Reykjavíkur en á þeim árum hófst hlaupið kl. 21. „Þessi braut er ein sú fallegasta sem til er á Íslandi og mælum við hjónin algjörlega með henni fyrir gæðastundir þar sem endað er í Jarðböðum við Mývatn,“ segir Gunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum