fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Tveir látnir í tengslum við gíslatöku í frönskum stórmarkaði: Árásarmaðurinn fallinn

Auður Ösp
Föstudaginn 23. mars 2018 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfært kl. 14.12: Fram kemur á vef BBC að lögregla hafi skotið árásarmanninn til bana. Þrír eru sagðir látnir.

Sérsveit og fjölmennt lögreglulið er nú við stórmarkaðinn Super U í bænum Trébés í suðurhluta Frakklands þar sem karlmaður er sagður halda hópi fólks í gíslingu. Maðurinn er sagður vera meðlimur hryðjuverkasamtakanna Ríki Íslams. Staðfest hefur verið að tveir lögreglumann hafi látist í skotárásum.

Fram kemur í frétt BBC að skotið hafi verið á tvo lög­regluþjóna úr bíl í bænum Carcassonne og hafi annar þeirra særst en þó ekki alvarlega. Um svipað leyti tók karlmaður átta manns í gíslingu í stórmarkaðnum í bæn­um Trèbes sem er  skammt frá Mont­p­ellier sem er í um 15 mínútna akstursfjarlægð. Ekki hefur fengist staðfest að um sama árásarmann sé að ræða.

Fram kemur á vef AFP að gíslatökumaðurinn sé frá Marokkó og hefur hann áður verið talinn líklegur til hryðjuverka.

Ekki hefur fengist staðfest frá lögregluyfirvöldum hversu stór hópur gísla er inni í versluninni. Samkvæmt Twitter færslu bæjaryfirvalda hefur svæðiðum­hverf­is stór­markaðinn sverið  lokað fyr­ir al­mennri um­ferð.

Hefur gíslatökumaðurinn krafist þess að hryðjuverkamanninum Salah Abdeslam verði slept úr haldi en Abdeslam sætir ákæru vegna hryjðuverkanna í París árið 2015.

Fram kemur á vef Sky að forsætisráðherra Frakklands segi stöðuna vera alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu