fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Tímamótadómur – Leigufélag má segja leigjendum upp vegna afbrota eins fjölskyldumeðlims

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. mars 2018 06:08

Motalavej i Korsør.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðasta lagi 1. júlí þarf fimm manna fjölskylda, foreldrarnir og þrír synir á aldrinum 13, 15 og 17 ára, að flytja út úr íbúð þeirra á Motalavej í Korsør á Sjálandi í Danmörku. Fjölskyldan hefur búið í íbúðinni síðan 1998. Ástæðan er að elsti sonurinn var nýlega dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa þann 12. mars 2017 gerst sekur um ofbeldisbrot og rán.

Danski íbúðardómstóllinn kvað upp dóm á miðvikudaginn um að leigufélagið BoligKorsør væri í fullum rétti að segja leigunni upp vegna dómsins yfir elsta syninum. Verjandi fjölskyldunnar hafði reynt að sannfæra dóminn um að hvorki fyrir þennan örlagaríka dag, 12. mars, eða eftir hann hafi nokkur úr fjölskyldunni verið til vandræða á nokkurn hátt. Verjandinn taldi að af þeim sökum ætti fjöllskyldan að fá að búa áfram í íbúðinni.

Verjandinn benti á að þarna hafi synirnir alist upp og að aðgerðir leigufélagsins væru byggðar á stöðluðum viðbrögðum þar sem leigufélagið hafi ekki sett sig inn í aðstæður fjölskyldunnar. Lögmaður leigufélagsins sagði á móti að það gengi auðvitað ekki að fólk gæti „safnað sér upp góðri hegðun“ til að geta síðan framið afbrot og sloppið við refsingu.

Formaður leigufélagsins, Ebbe Jens Ahlgren, fagnaði niðurstöðunni að sögn BT. Hann sagðist vera ánægður með að nú hafi leigufélagið staðfestingu frá dómstólnum um að það megi segja leigjendum, sem hafa gerst sekir um afbrot, upp leigunni. Þetta sendi skýr skilaboð um hvernig leigufélagið geti brugðist við til að tryggja öryggi íbúa.

Dönsk leigufélög hafa haft þann möguleika undanfarin ár að geta sagt leigjendum upp ef einn eða fleiri fjölskyldumeðlimir eru dæmdir til refsingar. Þetta er liður í að leigufélögin geti tryggt öryggi íbúa í leiguhúsnæði en einnig er þessu ætlað að fæla fólk frá því að fremja afbrot. Þessari reglu var í upphafi beint að hinum svokölluðu gettóum þar sem afbrotatíðni er há og félagslegar aðstæður íbúa erfiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu