fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Mikill sigur fyrir 10 börn sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi – Fá sögulega háar bætur frá sveitarfélagi vegna vanrækslu þess

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. mars 2018 07:44

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söguleg sátt hefur náðst í hræðilegu barnaníðsmáli þar sem félagsþjónusta sveitarfélagsins lét hjá líða að grípa inn í þrátt fyrir síendurteknar viðvaranir frá kennurum, leikskólakennurum og almenningi.  Aðgerðarleysi sveitarfélagsins varð til þess að ofbeldið gat staðið yfir árum saman.

Málið vakti mikla athygli þegar það komst í hámæli í Danmörku. það kom upp í sveitarfélaginu Rebild á Norður-Jótlandi. Málið endaði með að maður var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn 6 börnum sínum og tveimur öðrum.

Jótlandspósturinn segir að í gær hafi náðst samkomulag á milli sveitarfélagsins og fulltrúa þolendanna í málinu um að sveitarfélagið greiði hverju barni mannsins, en hann á 10 börn, 450.000 danskar krónur í miskabætur vegna aðgerðarleysis sveitarfélagsins. Sveitarfélagið biðst um leið afsökunar á aðgerðarleysi sínu í málinu en þetta aðgerðarleysi varð til þess að ofbeldið stóð yfir árum saman.

Þetta eru hæstu bætur þessarar tegundar sem greiddar hafa verið í Danmörku til þessa. Áður hafði sveitarfélagið Tønder greitt fórnarlambi í einu umtalaðasta barnaníðsmáli sögunnar í Danmörku, Tønder málinu, 300.000 danskar krónur í miskabætur.

Í kjölfar samkomulagsins á milli Tønder og stúlkunnar tilkynntu landssamtök danskra sveitarfélaga að ekki væri heimilt að greiða bætur sem þessar úr bæjarsjóði án þess að dómsniðurstaða lægi fyrir. En samt sem áður hafa bæjaryfirvöld í Rebild ákveðið að gera það. Jótlandspósturinn hefur eftir framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að þar á bæ hafi fólk ekki haft neinn áhuga á að láta börnin ganga í gegnum löng og erfið réttarhöld þar sem þau þyrftu að upplifa þetta allt á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar