fbpx
Fréttir

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 22. mars 2018 13:44

„Mér hefur oft verið klappað hughreystandi á öxlina og sagt að tapið sé hans. Og það er rétt. Því hann á þrjú stórkostleg börn. En raunverulega er tapið barnanna. Barnanna sem elska pabba sinn og þrá athygli hans og tíma. En það stendur enginn vörð um þau. Enginn. Kerfið virkar ekki,“ segir Álfhildur Leifsdóttir sem sá sig knúna til að höfða mál gegn barnsföður sínum og knýja fram umgengni við börn þeirra þrjú.

Þrátt fyrir að úrskurður sýslumanns liggi fyrir og kveði á um ákveðna umgengni þá hefur barnsfaðir hennar, að sögn Álfhildar, ekki sinnt sínum skyldum nema að takmörkuðu leyti. Lítið er um viðurlög við slíku og líkt og Álfhildur bendir á hefur brot á samningnum litlar sem engar afleiðingar í för með sér fyrir barnsföðurinn. Á meðan hvílir öll ábyrgð og skyldur á hendur henni sem lögheimilisforeldri.

Ákvað að gæta lagalegs réttar barna sinna

„Ég hef alltof oft lesið sögur af feðrum sem beittir eru tálmunum og fá ekki að umgangast börnin sín. Það er dapurlegt svo ekki sé meira sagt. Það á enginn rétt á að svipta börnin sín því að elska og umgangast báða foreldra sína. En það eru fleiri hliðar á sama teningi. Og mig langar að vekja athygli á annarri hlið. Á því hvernig kerfið virkar í aðra átt en yfirleitt er talað um. Eða virkar ekki,“ segir Álfhildur í pistli sem birtist á vef Knúz.is á dögunum.

Álfhildur bendir á að börn eigi rétt á því samkvæmt lögum að umgangast báða foreldra sína.

„Og þar sem ég gæti barnanna minna á ég að gæta réttar þeirra í hvívetna. Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta. Föður sem er góður maður og þau vilja skapa dýrmætar minningar með.“

Eftir afar stopula umgengni af hálfu barnsföðurins síðustu ár ákvað Álfhildur að höfða umgengnismál gegn honum.

„Ég ákvað að gæta lagalegs réttar barnanna minna hvað umgengni við báða foreldra varðar, sáluheilla þeirra vegna. Að upplifa höfnun er svo óskiljanlegt og sárt fyrir börn. Ég setti fram kröfur um umgengni sem taka tillit til þess að barnsfaðir minn býr erlendis. Honum var boðið að setja fram sínar kröfur sem hann gerði ekki.7 mánuðum seinna úrskurðaði sýslumaður um umgengni. Á mínar kröfur var fallist að mestu leyti og þóttu þær sanngjarnar, þó svo að ég gæti ekki hugsað mér að sjá börnin mín svo sjaldan eins og úrskurðurinn hljóðar upp á.“

Þá bendir Álfhildur að þrátt fyrir að niðurstaða hafi fengist í málið hjá sýslumanni þá er barnsfaðir hennar ekki bundinn þeim úrskurði, ekki frekar en hann kærir sig um.

„Hann hefur hitt börnin tvær helgar síðustu 9 mánuði að undanskildu sitt hvoru skiptinu sem ég sá um að koma eldri börnunum erlendis til hans. Þegar börnin mín eiga að fá 2ja vikna páskafrí með honum samkvæmt úrskurði þá þóknast honum að koma í 3 daga.“

Eitt „nei“ var nóg

Hún segir að þó svo að barnsfaðir hennar hunsi úrskurðinn þá hafi það engar afleiðingar í för með sér fyrir hann.

„Það hefur engar afleiðingar í för með sér að hlaupast undan ábyrgð á 3 börnum.Hann þarf ekki að borga aukið meðlag vegna aukins kostnaðar sem lendir á mínu heimili, þar sem hann tekur börnin nánast aldrei. Hann þarf ekki að borga helming á móti mér til tómstunda eða íþrótta. Eitt „nei“ kom þeirri kröfu út af borðinu.

Hann þarf ekki að borga neinar sektir þegar hann svíkur úrskurðinn – en hann hins vegar getur beitt mig dagsektum fái hann börnin ekki á þeim tíma sem úrskurðurinn kveður á um. Gríðarlegt réttlæti í því. Hann missir ekki forsjárrétt sinn og er ég því bundin af honum hvað ýmislegt varðar, þó svo að hann axli enga ábyrgð og sinni sínum skyldum afar takmarkað.“

Auður Ösp
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann
Fréttir
Í gær

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“
Fréttir
Í gær

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“