fbpx
Fréttir

Staksteinar skjóta fast á Þórdísi Lóu: „Líklegt að hún hafi slegið met“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. mars 2018 09:37

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins segir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, hafi slegið met þegar hún mætti í umtalað viðtal við Sindra Sindrason í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld. Viðtalið sem um ræðir hefur vakið nokkra athygli, en Sindri þótti býsna beinskeittur.

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins gefur Þórdísi ekki háa einkunn og segir að flokkar eigi vissulega mismikið erindi í framboð. „…en þó er líklegt að í samtali við Sindra Sindrason fréttamann hafi efsti frambjóðandi Viðreisnar í borginni slegið met,“ segir Staksteinahöfundurn blaðsins áður en hann rifjar upp samtal Sindra og Lóu.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, skrifaði upp samtal Sindra við Þórdísi og birti á Facebooksíðu sinni og má sjá: endurskriftina hér að neðan:

Sindri: Nú Þórdís er mætt hérna til okkar, vertu velkomin.

Þórdís: Takk fyrir.

Sindri: Þið mælist með allt að 6% fylgi og einn borgarfulltrúa, segðu okkur frá helstu málunum.

Þórdís: Okkur er mjög umhugað um að setja þarfir borgarbúa í svona fyrsta sæti.

Sindri: Sem þýðir?

Þórdís: Sem þýðir að við ætlum að mæta svona þjónustuþörf fólks í borginni í þessu svona daglega lífi. Við fæðumst og deyjum í þessari borg og við förum í gegnum þessi lífskeið öll og við þurfum ákveðna þjónustu og við höfum ákveðnar þarfir á þessari vegferð okkar. Og þarna viljum við vera. Við viljum bjóða upp á góða þjónustu og framúrskarandi menntun og heildstætt skipulag og samgöngur. Og við erum bara ákveðin í því að gera Reykjavík bara að bestu borg í Evrópu.

Sindri: Þetta var ofboðslega vítt og beitt. Og sagði okkur ofboðslega lítið. Fyrir hverju brennur þú?

Þórdís: Við brennum fyrir fólkinu. Við brennum fyrir iðandi mannlífi, borginni sem er að þroskast og stækka og samt þessari nálægð við náttúruna.

Sindri: Okei.

Þórdís: Og við brennum fyrir að mæta þörfum íbúanna.

Sindri: Okei, svona helsta málefnið sem þú vilt svona ráðast í og telur að ekki sé verið að sinna akkúrat núna?

Þórdís: Við munum setja mikinn fókus á menntamálin.

Sindri: Menntamál, okei. Og númer eitt, tvö og þrjú þarf að ráðast í hvað þar?

Þórdís: Það þarf að koma með nýjar leiðir, við þurfum að vera nýjungagjörn …

Sindri hnussar

Þórdís: … já, við erum bara ákveðin í því að láta til okkar taka.

Sindri: Heyrðu, þetta segir okkur samt ofboðslega lítið. Er ekkert svona eitt sem þú vilt segja áhorfendum; sko, þetta hefur ekki verið nógu vel gert, við viljum ráðast í þetta? Komdu með eitt.

Þórdís: Besta borg í Evrópu, er það ekki flottur mælikvarði.

Sindri: Þórdís, þú segir ekki neitt. Þetta er rosalega lítið.

Þórdís: Við erum í tuttugasta og þriðja sæti núna, borgin á svona alþjóðlegum listum. Og við viljum færa okkur ofar. Það er svo margt sem kemur inn í þetta, það er menntun og það eru skipulagsmál. Þetta viljum við setja fullan fókus á.

Sindri: Okei, er einhver ákveðinn einn … Ég ætla bara að sleppa þér með þetta í dag. Sjáum hvað gerist, sjáum hvað fólkinu fannst. Er einhver einn flokkur sem þú vilt vinna með og eru einhverjir aðrir sem þú vilt alls ekki vinna með?

Þórdís: Við göngum óbundin til kosinga …

Sindri: Okei

Þórdís: … við erum bara að byrja þetta landslag. Nú eru svona ákveðnir flokkar komnir og við erum bara fersk og ný og við erum mætt. Við erum komin með fullan lista og við erum ótrúlega ánægð með það og við erum ótrúlega stolt af þessum sex prósentum og við erum rétt að byrja.

Sindri: Okei, og ætlarðu að verða borgarstjóri?

Þórdís: Já, er það ekki bara?

Sindri: Flott, gangi þér vel og takk fyrir þetta.“

Staksteinar gefa Þórdísi sem fyrr segir ekki háa einkunn en þó ber að taka fram að keppinautur Þórdísar í borginni, Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks, er kjölfestueigandi Morgunblaðsins. Í fyrravor keypti Eyþór hlut Samherja, Síldarvinnslunnar og Vísis í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann
Fréttir
Í gær

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“
Fréttir
Í gær

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“