fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Sláandi niðurstaða rannsóknar á hópnauðgunarmálum í Svíþjóð – „Ég undrast að menn vogi sér að skrifa þetta“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. mars 2018 07:57

Þrír ofbeldismannanna sem fjallað er um í grein Expressen.

„Rannsóknin sýnir að 40 af 43 dæmdum gerendum fæddust erlendis eða eiga tvo erlenda foreldra. Hvað segir þetta? Ég undrast að menn vogi sér að skrifa þetta.“ Þetta skrifa Emma L í athugasemd á Facebooksíðu sænska dagblaðsins Expressen en þar hafa spunnist líflegar umræður um grein sem blaðið birti á mánudaginn. Greinin byggir á rannsókn blaðamanna Expressen á uppruna 43 manna sem voru dæmdir fyrir aðild að hópnauðgunum á árunum 2016 og 2017. Niðurstaðan er að 40 af þessum 43 mönnum fæddust annaðhvort erlendis eða eiga tvo erlenda foreldra. Aðeins einn hinna dæmdu á foreldra sem eru báðir fæddir í Svíþjóð. 32 fæddust utan Svíþjóðar.

Þeir sem taka þátt í umræðunum á Facebooksíðu Expressen hafa eðlilega misjafnar skoðanir á umfjöllun blaðsins. Sumir undrast að blaðið birtir myndir af hinum dæmdu. Öðrum finnst blaðið ganga of langt í umfjöllun sinni og enn öðrum finnst blaðið eiga hrós skilið fyrir að segja hlutina eins og þeir eru og reyna ekki að hylma yfir blákaldar staðreyndir en stundum hefur verið haft á orði að sænskir fjölmiðlar og stjórnvöld reyni að afneita staðreyndum hvað varðar afbrot innflytjenda. Þessi málaflokkur er mjög viðkvæmur í sænskri umræðu og hefur oft á tíðum varla mátt ræða þessi mál.

„Það er synd að það hafi tekið ykkur svona langan tíma að sjá það sem við vissum. Að svona er staðan þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi reynt að leyna staðreyndum.“  Skrifaði Jonas O og Markus B. skrifaði: „Og enn eru það bara rasistar sem segja að innflytjendur fremji meirihluta nauðgananna.“

Í umfjöllun Expressen kemur fram að gerendurnir 43 hafi að meðaltali verið 21 árs þegar þeir frömdu brotin. 13 voru undir 18 ára aldri þegar þeir frömdu brot sín. Þriðjungur mannanna hafði áður hlotið dóma í Svíþjóð.

„Gerendurnir eru piltar og ungir menn, oftast þekktir brotamenn en sjaldan fyrir kynferðisbrot. Hópnauðgun á ýmislegt sameiginlegt með öðrum ofbeldisbrotum sem eru framin af hópi, til dæmis líkamsárás eða rán.“

Hefur Epxressen eftir Niklas Långström, prófessor. Hann sagðist ekki telja að niðurstöður rannsóknarinnar sýni fram á öruggt orsakasamhengi. Margir, þar sem innflytjendur séu í minnihluta, séu í áhættuhópi sem sé líklegri til afbrota óháð því hvort um innflytjanda sé að ræða eður ei. Það geti til dæmis verið andfélagsleg viðhorf, tilfinningabrenglun og vinir sem stunda afbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?