fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hussein fékk lífstíðardóm fyrir morðið á Mariu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. mars 2018 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afganskur hælisleitandi, Hussein Khavari, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir morðið á hinni nítján ára gömlu Mariu Ladenburger. Þegar Hussein kom til Þýskalands sagðist hann vera sautján ára en síðar kom í ljós að hann var mikið eldri.

Hussein réðst á Mariu í október 2016, nauðgaði henni áður en hann myrti hana. Rannsókn sérfræðinga í aldursgreiningu leiddi í ljós að Hussein var að minnsta kosti 22 ára þegar morðið var framið og hugsanlega nokkuð eldri, eða allt að 29 ára gamall. Maria var dóttir hátt setts embætismanns hjá Evrópusambandinu.

Réttarhöldin yfir honum hafa staðið yfir í þýsku borginni Freiburg undanfarna daga. Hussein lýsti yfir mikilli eftirsjá fyrir dómi og bað um fyrirgefningu vegna voðaverksins. Dómari sýndi honum þó enga miskunn og dæmdi hann til lífstíðarfangelsisvistar við mikinn fögnuð viðstaddra í dómsalnum. Hussein mun þurfa að sitja á bak við lás næstu fimmtán árin hið minnsta.

Morðið á Mariu vakti reiði margra í Þýskalandi og umræður um stefnu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í málefnum innflytjenda og flóttamanna. Fannst mörgum að hún hefði átt að ganga lengra í að takmarka straum flóttamanna til landsins. Stefna hennar væri of frjálslynd.

Fyrir dómi kom fram að Hussein hefði reykt hass kvöldið áður en hann myrti Mariu. Hann nauðgaði henni og drekkti henni síðan í á skammt frá staðnum sem hann réðst á hana. Hann kvaðst hafa verið drukkinn umrætt kvöld, svo drukkinn að honum hefði verið hent út af skemmtistað vegna ölvunar fyrr um kvöldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi