fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fagnaðarlæti eftir Ísland-England enduðu með ósköpum: „Troll“ gekk of langt í sigurgleði

Auður Ösp
Fimmtudaginn 22. mars 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn voru í gær sýknaðir af ákæru um hættubrot í Héraðsdómi Suðurlands. Voru mennirnir ákærðir fyrir að hafa velt bifreið á vinstri hliðina þar sem hún stóð kyrrstæð fyrir utan Kaffi Selfoss á Selfossi, þrátt fyrir að hafa vitað af tveimur einstaklingum inni í bifreiðinni. Atvikið átti sér stað að kvöldi mánudagsins 27.júní 2016 en þá fagnaði íslenska karlalandsliðið sigri í fótbolta á EM í Frakklandi.

Umrætt kvöld barst lögreglunni á Suðurlandi vegna slagsmála við Kaffi Selfoss, en jafnframt var tilkynnt að búið væri að velta þar bifreið á hliðina. Um borð í bílnum var kona sem sat í bílstjórasætinu og karlmaður sem sat í farþegasætinu. Þau voru bæði flutt á slysadeild til aðhlynningar. Fram kemur í læknisvottorði að konan virðist hafa hlotið hálstognun og mögulega tognun í baki vinstra megin á meðan maðurinn hlaut tognun á vöðvum í hálsi.

Konan tjáði lögreglu að hún hefði verið í bifreiðinni með manninum og verið að sækja bróður sinn. Þá hafi einhverjir menn komið og byrjað að lyfta bifreiðinni en svo sett hana niður aftur. Hún hefði ekkert verið að pæla í því en verið að skoða símann sinn og tala við manninn. Allt í einu hafi bifreiðin lyfst upp og hún hafi þá „panikað“ og öskrað um að setja bifreiðina aftur niður. Það hefði ekki haft nein áhrif og hafi hún svo rankað við sér þegar hún hafi séð götuna. Kvaðst hún hafa fengið innilokunarkennd, enda ekki komist út. Lítið kvaðst hún muna eftir því hvað gerðist eftir það, fyrr en hún var allt í einu komin inn á Kaffi Selfoss og var að biðja um að hringt yrði á lögregluna. Sagði hún að maðurinn hefði ekki verið í belti og að hann hafi hefði lent ofan á henni.

Á meðan sagði farþegi bílsins að hann og konan hefði setið í bifreiðinni og bifreiðin verið í gangi. Svo hafi komið þangað glaður múgur sem hafi verið að horfa á knattspyrnuleik. Hafi múgurinn farið að „trolla“ bifreiðina með því að taka undir hana. Fyrst hafi þetta verið í lagi, en svo farið að ganga heldur langt og kvaðst hann muna eftir að hafa reynt að renna niður hliðarrúðunni en það hafi ekki virkað. Þá hafi hann bankað í rúðuna og reynt með því að ná sambandi við þá sem voru fyrir utan og fá þá til að hætta. Síðan hafi bifreiðin farið á hliðina og hann dottið úr sætinu og á konuna, en hann  reynt að ýta henni frá sér með því að setja vinstri höndina í toppinn á bifreiðinni.

Grín sem gekk of langt

Mennirnir tveir sem voru ákærðir vegna málsins neituðu báðir sök fyrir dómi. Annar þeirra tjáði lögreglu að þarna hafi verið múgæsing og  að þetta hefði verið mjög furðuleg lífsreynsla. Sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis, en ekki mikið. Fyrir dómnum  kvaðst hann hafa verið að horfa á landsleik í knattspyrnu og verið mikil gleði kringum það. Þetta hafi verið á Hótel Selfossi. Hann sagðist hafa gengið út af hótelinu í lok kvölds ásamt öðru fólki. Sagði hann bróður konunnar, ökumannsins í bílnum, hafa verið á staðnum. Hann hefði farið að bifreiðinni og byrjað að lyfta bifreiðinni og slógust fleiri í hópinn. Sagði hann bróðurinn hafa ætlað að gera grin í systur sinni og mikið hefði verið hlegið. Hann sagðist hafa dregið sig frá þessu þegar fleirir bættust í hópinn og hjólin fóru að lyftast. Hann sagðist ekki hafa tekið þátt í að velt bifreiðinni en séð þegar hún valt. Sagðist hann telja að um 6 til 7 manns hefði verið við bifreiðina þegar hún hafi oltið. Sjálfur kvaðst hann ekki vera til stórræða við að lyfta þungum hlutum vegna vinnulyss fyrir allnokkrum árum.

Hinn maðurinn sem ákærður   kvaðst hafa farið til bróðurs konunnar og farið að taka á bifreiðinni með honum. Þetta hafi verið eitthvað grín sem hafi beinst að systur mannsins. Svo hafi bifreiðin byrjað að takast á loft. Þegar bifreiðin hafi verið komin í einhverja hæð þá hafi hann séð að bróðirinn hafi verið farinn að skynja að bifreiðin myndi velta á hliðina og byrjað að toga hana til baka. Þá hafi hann sjálfur byrjað að toga með honum, en þá hafi verið komnir svo margir á bifreiðina að ekki hafi verið nein stjórn á hópnum og bifreiðin hafi endað á hliðinni.

Þá sagði hann  að grínið sem hann hafi tekið þátt í hafi verið að „rugga bifreiðinni eða lyfta aðeins undir hana“, en aldrei hafi ætlunin verið að velta bifreiðinni. Kvaðst hann ekki telja að fólkið í bifreiðinni hefði verið í hættu.

Konan sem sat inni í bílnum þegar hann fór á hliðina lýsti því að báðir mennirnir hefðu átt þátt í að lyfta bifreiðinni í upphafi, en lítið kvaðst hún muna eftir þeim hluta atburðarásarinnar þegar bifreiðinni hafi verið velt og gat hún ekkert borið um hvort einhverjir hefðu þá reynt að vinna á móti því að bifreiðin ylti. Þá gat maðurinn sem sat í farþegasætinu ekkert borið um hverjir hefðu velt bifreiðinni.

„Að öllu framangreindu virtu verður að telja með öllu ósannað, gegn neitun ákærðu, að ákærðu hafi haft ásetning til að velta umræddri bifreið á hliðina og jafnframt að þeir hafi átt þátt í því að hún valt á hliðina. Jafnframt er með öllu ósannað að ákærðu hafi haft ásetning til að stofna lífi eða heilsu C og D í augljósan háska af gáska og á ófyrirleitinn hátt,“ segir meðal annars í niðurstöðu dómsins. Mennirnir tveir voru því sýknaðir af af öllum kröfum ákæruvalds í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið