fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Víðtækar aðgerðir í leikskólamálum: Plássum fjölgað og leikskólar byggðir í borginni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. mars 2018 14:52

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikskólaplássum verður fjölgað um 750 til 800, ungbarnadeildum verður fjölgað um helming í haust og fimm til sex nýir leikskólar verða byggðir á næstu árum á uppbyggingarsvæðum borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem víðtækar aðgerðir í leikskólamálum eru tíundaðar.

Í tilkynningunni segir að Reykjavíkurborg hyggist brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum. Þetta er samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun en til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800.

„Áætlunin gerir ráð fyrir að sjö nýjum ungbarnadeildum verði komið upp næsta haust auk þess sem fimm til sex nýir leikskólar verði byggðir á næstu árum. Þá verður gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta aðstöðu á leikskólum og vinnuumhverfi leikskólakennara og annars starfsfólks. Tillögur um uppbyggingu leikskólanna byggja á vinnu starfshóps um verkefnið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, sem borgarstjóri skipaði á vordögum 2016,“ segir í tilkynningunni.

Lagt er til að nýir leikskólar rísi í Úlfarsárdal, Vatnsmýri, Laugardal, Háaleiti, Vogabyggð og í Miðborginni.

„Á árunum 2022-2026 er síðan gert ráð fyrir að nýir leikskólar muni rísa í nýjum hverfum borgarinnar þar sem þörf krefur; einkum Bryggjuhverfi, Ártúnshöfða, Skerjafirði og Vogabyggð III-IV.“

Þá segir að aðgerðirnar sem kynntar voru í borgarráði í morgun feli enn fremur í sér að gripið sé til margvíslegra aðgerða til að bæta vinnuumhverfi á leikskólum borgarinnar.

„Þær byggja á tillögum starfshóps skóla- og frístundaráðs um nýliðun og bætt vinnuumhverfi leikskólakennara sem skilaði niðurstöðum í síðustu viku. Þar er m.a. lögð áhersla á aukið rými barna, fjölgun starfsfólks á elstu deildum, aukinn undirbúningstíma, fjölgun leikskólakennara og annars fagfólks, fjármagn til heilsueflingar og liðsheildarvinnu, aðgerðir til að efla móttöku nýliða m.a. með leiðsagnarkennurum og handleiðslu, ímyndarvinnu og kynningu á störfum á leikskólum.

Loks var samþykkt í borgarráði í dag tillaga um að auglýst verði 60 sumarstörf á leikskólum fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á námi í kennslu- og uppeldisfræðum. Markmiðið er að kveikja áhuga ungs fólks á því að starfa á leikskólum og leggja stund á nám í leikskólakennarafræðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala