Fréttir

11 ára stúlka hvarf sporlaust fyrir 19 árum – Nú hefur dularfullur peningaseðill vakið vonir um að hún sé á lífi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. mars 2018 07:23

Mikelle Biggs

Það var 1999 sem Mikelle Biggs, 11 ára, hjólaði í hringi nærri heimili sínu í bænum Mesa í Arizona í Bandaríkjunum. Hún var að bíða eftir ísbílnum. Aðeins 90 sekúndum síðar var hún horfin sporlaust og síðan hefur ekkert til hennar spurst. Reiðhjól hennar lá á götunni og framhjólið snerist enn í hringi þegar að var komið. Myntin, sem hún ætlaði að kaupa ís fyrir, lá dreifð um götuna.

Í sjónvarpsþættinum 20/20, sem sýndur var á ABC sjónvarpsstöðinni 2009, sagði rannsóknarlögreglumaður að Mikelle hafi örugglega reynt að hlaupast undan einhverjum, einhverjum sem hún ekki þekkti og einhverjum sem hún vildi ekki vera með.

Nú hafa vaknað vonir um að Mikelle sé á lífi eftir að ný dularfull vísbending kom fram í bænum Neenah í Wisconsin ríki en bærinn er í um 2.800 km fjarlægð frá Mesa. Margir erlendir fjölmiðlar skýra frá þessu, þar á meðal Washington Post.

Lögreglan í Neenah segir að nýlega hafi maður komið inn á lögreglustöðina í bænum og afhent eins dollars seðil sem skrifað var á: „Ég heiti Mikel Biggs. Mér var rænt frá Mesa í Arizona. Ég er á lífi.“

Skilaboð á dollarseðlinum

Það hefur þó vakið ákveðnar efasemdir um hvort Mikelle hafi sjálf skrifað þetta því skírnarnafn hennar er vitlaust stafsett á seðlinum, þar stendur Mikel í stað Mikelle. Lögreglan í Arizona hefur þó staðfest að hún sé að rannsaka seðilinn.

Steve Berry, rannsóknarlögreglumaður, sagði í samtali við ABC 15 að einhversstaðar sé einhver sem man eftir þessu máli. Það geti verið Mikelle eða einhver annar en hvort þetta sé ný vísbending í málinu geti lögreglan ekki svarað núna.

Faðir Mikelle, Darien Biggs, var grunaður í málinu í upphafi en var fljótlega hreinsaður af öllum grun. Nágranni fjölskyldunnar var einnig grunaður en hann hafði hlotið dóm fyrir að misþyrma barni. Lögreglunni tókst ekki að sýna fram á nein tengsl hans við málið. Mjög fáar vísbendingar hafa borist í málinu á undanförnum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fréttir
Í gær

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“
Fréttir
Í gær

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“