fbpx
Fréttir

Verkamenn handsamaðir af ISIS: „Ég get sagt með fullri vissu að allir 39 eru dánir“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. mars 2018 18:00

Fjörutíu indverskum farandverkamönnum var rænt í kjölfar þess að hryðjuverkasamtökin ISIS náðu völdum í borginni Mosul í Írak sumarið 2014. Mennirnir voru við vinnu á háskólasvæðinu í Mosul þegar ISIS-liðar rændu þeim.

Aðeins einum manni tókst að flýja, Harjit Masih, en áður en að því kom var hann skotinn í fótlegginn. Óvíst var um örlög hinna en Masih varð þó vitni að því þegar nokkrir félaga hans voru skotnir í höfuðið.

Indversk yfirvöld vonuðu að einhverjir verkamannanna væru enn á lífi en þær vonir urðu að engu á dögunum þegar borin voru kennsl á jarðneskar leifar mannanna sem fundust í fjöldagröf í borginni.

Írösk yfirvöld höfðu fengið vísbendingar um að svæði skammt frá þorpinu Badush hefði verið notað sem fjöldagröf og fékkst það staðfest í fyrrasumar þegar byrjað var að hrófla við jarðvegi á svæðinu. Nú hefur það fengist staðfest, með aðstoð DNA-tækninnar, að líkamsleifarnar tilheyra 38 mannanna.

 

„Ég get sagt með fullri vissu að allir 39 eru dánir,“ sagði Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands. Ekki er búist við öðru en að kennsl verði borin á 39 manninn áður en langt um líður. Sushma sagði ljóst að mennirnir hefðu verið myrtir skömmu eftir að þeir voru handsamaðir.

Jarðneskar leifar mannanna verða fluttar til Indlands á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann
Fréttir
Í gær

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“
Fréttir
Í gær

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“