fbpx
Fréttir

Veiðiþjófar eru enn að drepa fíla og eru farnir að sækjast eftir öðru en fílabeininu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. mars 2018 19:00

Veiðiþjófar hafa löngum veitt fíla með það fyrir augum að ná fílabeinum, eða svokölluðum skögultönnum, sem hægt er að græða fúlgur fjár á. Er nú svo komið að fílar eru í útrýmingarhættu og það víðar en í Afríku.

Ný rannsókn vísindamanna í Asíuríkinu Mjanmar, eða Búrma, leiðir í ljós að veiðiþjófnaður þar er stórt vandamál þvert á það sem áður var talið. Veiðiþjófnaður á skögultönnum Asíufíla var áður ekki talinn stórt vandamál, einfaldlega í ljósi þess að tennurnar vaxa einungis á um 25-30 prósentum karldýra. En það er eftir fleiru að slægjast fyrir veiðiþjófa.

GPS-búnaði var komið fyrir á 19 villtum Asíufílum og var fylgst með ferðum þeirra í þrjú ár. Innan við tveimur árum síðar voru allir fílarnir dauðir og leiddi athugun í ljós að þeir höfðu orðið veiðiþjófum að bráð. Í ljós kom að skipulögð glæpasamtök sóttust eftir skinninu á þeim til að selja á svörtum markaði. 40 aðrir fílar fundust dauðir á svipuðum slóðum.

National Geographic fjallaði um niðurstöðurnar en í greininni kom fram að veiðiþjófar fengju sem nemur tæpum 40 þúsund krónum fyrir fílaskinn á svörtum markaði í Kína. Þar er skinnið notað í óhefðbundnar lækningar rétt eins og fílabeinið.

Asíufíllinn hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna áratugi, meðal annars vegna aukinnar ásóknar mannsins í landsvæði sem fílarnir hafa notað öldum saman. Niðurstöður þessarar tilteknu rannsóknar draga upp enn dekkri mynd af stöðu fílsins, sérstaklega í ljósi þess að allir fílar eru skotmark veiðiþjófa, en ekki bara þeir sem hafa skögultennur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann
Fréttir
Í gær

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“
Fréttir
Í gær

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“