fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Sprengjuvargurinn í Austin talinn hafa sprengt sig í loft upp

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. mars 2018 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem grunaður er um hrinu sprengjuárása í borginni Austin í Texas er látinn. Að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá voru lögreglumenn komnir á slóð hans í nótt. Áður en hann var handtekinn sprengdi maðurinn sig í loft upp í bifreið sinni.

Síðastliðinn mánuð hafa fjórar heimatilbúnar sprengjur verið sprengdar í borginni. Tveir ungir karlmenn hafa látist í árásunum og fjórir slasast.

Lögregla segir ljóst að sprengjurnar hafi verið hannaðar með það í huga að valda sem mestum skaða. Voru þær meðal annars búnar nöglum og málmbrotum sem þeyttust í allar áttir þegar sprengjurnar sprungu.

Brian Manley, lögreglustjóri í Austin, sagði á blaðamannafundi í morgun að liðsmenn sérsveitarinnar hafi skotið á manninn sem var 24 ára. Þegar ljóst var að hann væri umkringdur sprengdi hann sig í loft upp sem fyrr segir.

Manley sagði á blaðamannafundi að íbúar ættu að vera áfram á varðbergi því ekki sé útilokað að maðurinn hafi búið til fleiri sprengjur og komið þeim fyrir.

Í gær gaf lögregla til kynna að ekki væri útilokað að um hatursglæp væri að ræða. Til marks um það voru pakkarnir stílaðir á fólk sem tilheyrir minnihlutahópum en sjálfur var maðurinn hvítur á hörund.

Þann 12. mars síðastliðinn lést 17 ára piltur, Draylen Mason, þegar pakki, sem skilinn var eftir á verönd við heimili hans, sprakk. Móðir hans slasaðist alvarlega. Nokkrum klukkustundum síðar slasaðist 75 ára kona eftir að pakki, sem skilinn hafði verið eftir við heimili hennar, sprakk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga