fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Sektaður á staðnum fyrir kynferðislega áreitni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. mars 2018 20:00

Yfirvöldum í Frakklandi er fúlasta alvara þegar kemur að baráttunni gegn kynferðislegri áreitni og mega þeir sem gerast sekir um slíkt búast við því að verða beittir sektum.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að markmiðið með lögunum sé að tryggja öryggi borgaranna, þá sérstaklega kvenna. Fólk eigi að geta gengið úti á götu án þess að verða áreitt.

Lögin verða kynnt betur í dag og fara fyrir franska þingið á næstu mánuðum til formlegrar afgreiðslu. Í frétt Guardian er tekið fram að lögin séu ekki viðbrögð við MeToo-umræðunni undanfarna mánuði. Raunar hafi vinna hafist áður en sú umræða komst í hámæli.

Lögin munu einnig setja skýrari línur hvað varðar samræðisaldur og verður hann nú fimmtán ár. Það þýðir að einstaklingar sem orðnir eru fimmtán ára megi stunda kynlíf með einstaklingum yfir átján ára, svo lengi sem þeir veita samþykki sitt. Ekki er langt síðan reiði braust út í Frakklandi þar sem karlmaður var sýknaður af kynferðisbroti gegn ellefu ára stúlku á þeim forsendum að stúlkan hafði gefið samþykki sitt.

Sektirnar vegna kynferðislegrar áreitni verða frá 90 evrum og allt upp í 750 evrur – jafnvel hærri fyrir ítrekuð brot. Lögregla mun hafa heimild til að sekta fólk á staðnum, rétt eins og um umferðarlagabrot væri að ræða. Marléne Schiappa, ráðherra jafnréttismála í Frakklandi, nefnir sem dæmi að hægt sé að sekta einstaklinga sem spyrja annan aðila ítrekað um símanúmer viðkomandi – jafnvel þó ljóst sé að viðkomandi hafi engan áhuga á nánari samskiptum.

Í könnun sem framkvæmd var árið 2016 kom fram að 83 prósent kvenna sem nota reglulega almenningssamgöngur í Frakklandi hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?