fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Sagði Sanitu hafa átt skilið að deyja því hún svaf hjá blökkumanni og lék á tilfinningar hans

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. mars 2018 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Khaled Cairo, manninum sem ákærður hefur verið morðið á Sanitu Braune í september síðastliðnum, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Meðal þeirra sem gefið hafa skýrslu í dag eru lögreglumenn sem komu á vettvang eftir árásina sem leiddi til dauða Sanitu.

Í frétt RÚV er haft eftir Leifi Halldórssyni, sem stýrði rannsókn málsins, að Cairo hafi verið allur í blóði þegar lögreglumenn komu á vettvang. Sanita hefði sagt Cairo að hún hefði sofið hjá blökkumanni og leikið á tilfinningar hans og því hefði hann gert það sem hann gerði; ráðist á hana með þeim afleiðingum að hún lést.

Sanita var frá Lettlandi en var búsett hér á landi og hafði atvinnu hér en Khaled var hælisleitandi frá Jemen. Khaled veitti Sanitu áverka með glerflöskum, straujárni og slökkvitæki. Í viðtali við DV í fyrrahaust sagði tengdasonur Sanitu að henni hafi staðið stuggur af Jemenanum og hafi tjáð fjölskyldu sinni og vinum að hún væri hrædd við hann. Þau hefðu aldrei átt í ástarsambandi og raunar hafi hún ekkert viljað með hann hafa.

Leifur sagði fyrir dómi að hegðun Cairo eftir verknaðinn hafi verið einkennileg og hann hafi velt því fyrir sér hvort um „einhverja andlega annmarka“ væri að ræða. Við yfirheyrslur hafi Cairo verið kurteis og sagt lögreglumönnum söguna umbúðalaust. Þá hafi hann aldrei sýnt neina iðrun og sagt að Sanita hefði átt þau örlög sem hún hlaut skilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala