Fréttir

Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 21. mars 2018 16:05

Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova greindist með lesblindu sem unglingur. Röskunin gerði það að verkum að gekk illa í lesfögum í grunnskóla og álagið jókst enn frekar þegar kom að því að læra erlend tungumál. Hún fann engu að síður sína leið til að komast í gegnum þessi fög og hefur í dag skapað sér glæstan atvinnuferil.

Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Viðskipti á Hringbraut sagði Liv að lesblindan hefði háð henni alveg frá fyrsta degi skólagöngunnar. „Ég átti mjög erfitt með að læra að lesa,“ sagði hún og bætti við að foreldrar hennar hefðu ávallt veitt henni stuðning.

„Mamma og pabbi sögðu alltaf: „Þetta er alltaf í lagi. Þú þarft ekki að vera góð í öllu.“

Þá sagði hún að þó svo að lestrarfögin hefðu ekki verið hennar sterkasta hlið þá hafi annað verið upp á tengingum í þeim fögum sem krefjast  rökhugsunar.

„Mér gekk vel í stærðfræði. Og það hjálpaði auðvitað rosalega mikið að vera góður í einhverju. Að manni gengi ekki illa í öllum fögunum.  Þannig að það var meira horft framhjá lestrinum.

En svo varð þetta auðvitað erfitt þegar tungumálin fóru að koma inn á skólastigið. Og einhvern veginn, smátt og smátt fann ég mína leið til að læra, þó mér gengi auðvitað aldrei vel í þessum fögum. Þá kanski einbeitti ég mér meira að öðrum,“

sagði Liv einnig og bætti við kímin að þegar hún byrjaði síðan í viðskiptafræðinni hafi hún loksins „losnað við öll erfiðu fögin.“

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fréttir
Í gær

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“
Fréttir
Í gær

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“