Fréttir

Fordæmir 77% fækkun sjúkrarúma fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Miðvikudaginn 21. mars 2018 18:02

Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, fordæmir lélega forgangsröðun íslenska heilbrigðiskerfisins þegar það kemur að áfengis og vímuefnavandanum í nýjasta pistli sínum á heimasíðu SÁÁ.

Bendir hann þar á að sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga hafi fækkað um 77% á 30 árum, eða úr 265 árið 1985 í 62 eins og staðan er núna, þótt að ásókn í þau sé mikil og biðlista hafi lengst. Vandinn sé meiri núna en hann var þó en þrátt fyrir það hafi rúmunum fækkað jafn mikið og raun ber vitni.

„Samningur um sjúkrahúsið Vog er svo naumt skammtaður frá hendi ríkisins að segja má að SÁÁ hafi afhent allan sinn hluta samningsins fyrir miðjan september ár hvert. Það sem eftir lifir almanaksársins er lífsbjargandi þjónustan á Vogi í boði SÁÁ, álfasölufólks og annarra velunnara samtakanna.“  og bendir svo á að sú fjárhæð sem vanti upp á sé lægri en nokkrir aðstoðarmenn ráðherra taki í laun. “

Arnþór segir allan þennan niðurskurð vera í hróplegri mótsögn við þjónustuþörfina.

,,Áfengis- og vímuefnaneysla fer vaxandi og biðlistar inn á sjúkrahúsið Vog eru lengri en nokkru sinni áður. Í dag bíða 5-600 manns eftir meðferð.“  bætir hann við.

Að lokum bætir hann við ,,Sjúkdómur fíknar einkennist af stjórnleysi. Hann er án efa hættulegasti sjúkdómur ungs fólks á Íslandi í dag. Sú staðreynd blasir við okkur í endurteknum hörmungarfréttum af ótímabærum dauða fjölda vímuefnasjúklinga. Það er kominn tími til að tengja. Hér vantar meiri og betri þjónustu. Það sjá það allir.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fréttir
Í gær

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“
Fréttir
Í gær

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“