fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Málþing um afleiðingar ofbeldis gegn börnum #kidstooIceland

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. mars 2018 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Ég held að ofbeldi gegn börnum sé mun algengara og alvarlegra en almennt er talið, eða ofbeldi gegn börnum er mjög falið og tel ég að auka þurfi rannsóknir á því og að því verði gefinn gaumur fyrr. Vinna þarf gegn öllu ofbeldi, sérhæfa fólk í að vinna með þolendum og gerendum einnig til þess að vinna gegn ofbeldi. Auka þarf fræðslu og aðgengi að aðstoð,“ segir Ragnheiður Jonna Sverrisdóttir en hún heldur málþing um afleiðingar ofbeldis gegn börnum sem hún gengst fyrir á Háskólatorgi í dag.

 Jonna vill minna á mikilvægi forvarna: „Það er brýnt að huga að forvörnum gegn ofbeldi, að grípa fyrr inn í og hlusta á fólk og gefa lífssögu þess gaum. Styðja fólk sem verður fyrir áföllum og ofbeldi.“

Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Sjá nánar um ofbeldi gegn börnum og afleiðingar þess í MA-ritgerð Jonnu.

Hér að neðan gefur að líta heildstæðar upplýsingar um dagskrá málþingsins:

 

Börn verða líka fyrir ofbeldi #kidstooIceland – Fimmtudagur 22. mars 2018.                 

Þetta málþing verður fyrst og fremst byggt á MA rannsókn minni: „Þegar eitthvað svona brotnar inni í manni“ Upplifun og afleiðingar ofbeldis og vanrækslu í æsku á heilsu og lífsgæði undir leiðsögn dr. Ingólfs V. Gíslasonar. Viðburðurinn verður í Háskóla Íslands, stofu Ht.105, kl 15 til 18. Það er á Háskólatorgi undir Bóksölu og Hámu. Frítt inn og allir velkomnir.

Kl. 15:00  Opnun viðburðar.
Ragnheiður J. Sverrisdóttir (Jonna) fundarstjóri og höfundur segir frá rannsókninni, bakgrunni  og hvatanum að því að ráðast í verkefnið. Rannsóknin var unnin með eigindlegum aðferðum og voru tekin 12 viðtöl við jafn margar konur og karla á aldrinum 23ja ára til 73ja ára. Viðmælendur verða kynntir stuttlega en allir fengu dulnefni í ritgerðinni.

Kl. 15:30 – 15:50  Afleiðingar ofbeldis.
Thelma Ásdísardóttir starfsmaður Drekaslóðar talar um afleiðingar ofbeldis í 15 mín. Gert er ráð fyrir spurningum og svörum í um það bil 5 mínútur.

 

 

 Kl. 16:20 – 16:50   Hlé, kaffi og fisléttar veitingar.           

 Kl. 16:55 – 17:45   Niðurstöður rannsóknar og sögur viðmælenda.
Ragnheiður fer yfir niðurstöður rannsóknarinnar og segir frá reynslusögum nokkurra viðmælenda og hvaða áhrif lífsreynslan hefur haft á heilsu og lífsgæði þeirra. Auk þess mun einn eða fleiri af  viðmælendum rannsóknarinnar stíga fram og segja frá og svara spurningum úr sal.
Þeirri spurningu verður varpað fram hve margir í salnum hafi orðið fyrir ofbeldi eða vanrækslu í æsku, það er fyrir 18 ára aldur og verður fólk beðið um að rétta upp hönd en einnig er velkomið að kynna sig örstutt ef fólk vill og segja frá að það hafi orðið fyrir ofbeldi í æsku eða senda inn miða sem lesinn verður upp, hámark 1-2 mínútur á mann.

Kl. 17:45 – 17:50  Félagar úr B.A.C.A. Bikers Against Child Abuse koma og kynna samtökin og dreifa bæklingum.

Kl. 17:50 – 18:00  Lokaorð og fundi slitið.

 Hægt verður að halda áfram spjalli fyrir framan stofuna eftir viðburðinn og svo er Stúdentakjallarinn ekki langt undan ef við þurfum að tala enn meira saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis