fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Verður þetta nýjasta stóriðja Íslendinga? Útflutningur er hafin á gúrkum til Danmerkur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 05:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má að vissu leyti segja að söguleg tíðindi eigi sér stað í dag þegar danska verslunarkeðjan Nemlig.com byrjar að selja gúrkur frá Íslandi. Líklegast hefði engum dottið í hug fyrir ekki svo löngu að Íslendingar færu að flytja grænmeti út til meginlands Evrópu en nú er sú stund runnin upp.

Í fyrstu sendingunni eru 4.608 gúrkur svo ljóst er að fólk verður að hafa hraðar hendur ef það vill kaupa íslenska gúrku. Við athugun blaðamanns á vöruúrvalinu í netverslun Nemlig.com nú í morgun sést að íslenskar gúrkur kosta 12 danskar krónur stykkið sem er sama verð og er á dönskum gúrkum. Gúrkur frá Spáni kosta 5 danskar krónar stykkið og lífrænt ræktar gúrkur frá Spáni kosta 8 danskar krónur stykkið. Íslensku gúrkurnar eru því vel samkeppnishæfar miðað við þær dönsku að minnsta kosti.

Á vef Nemlig.com kemur fram að íslenskar gúrkur beri með sér bragðið af hinni sérstöku íslensku náttúru. Um sjálfbæra ræktun sé að ræða þar sem ekkert skordýraeitur er notað. Gúrkurnar séu vökvaðar með hreinasta vatninu sem völ sé á í náttúrunni. Það sé síað mjög hægt því vatnið leki hægt og rólega niður í gegnum jarðveginn á íslenska hálendinu.

Þá er tekið fram að flutningurinn á gúrkunum til Danmerkur sé sjálfbær því Íslendingar flytji meira inn en út og því sé pláss, sem væri hvort sem tómt á leiðinni frá Íslandi, nýtt undir gúrkurnar og það bæði í skipum og flugvélum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi