Fréttir

Sævar Helgi boðar gleðileg tíðindi: „Vorið kemur í dag“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. mars 2018 10:00

Sævar Helgi Bragason, rithöfundur og ritstjóri Stjörnufræðivefjarins, segir að vorið komi í dag og það ekki mínútu síðar en klukkan 16.15.

„Í dag reis sólin nákvæmlega í austri og sest nákvæmlega í vestri og er beint fyrir ofan miðbaug,“ segir Sævar Helgi á Facebook-síðu sinni. Hann bendir á að dagur og nótt séu ekki alveg jafn löng – við njótum þó meiri birtu en myrkurs, mörgum til ánægju. Full ástæða sé til að óska fólki gleðilegs vors.

Í umfjöllun um málið á Stjörnufræðivefnum er bent á að á sama tíma og vorjafndægur er á norðurhveli Jarðar hefjist haust á suðurhvelinu þegar sólin færist norður yfir miðbaug himins. Þá er bent á að norðurljós séu algengari í kringum jafndægur, eða að meðaltali tvöfalt algengari en í kringum sólstöður. „Mestar líkur eru á að norðurljós sjáist í mars/apríl og september/október.“

„Enginn veit í raun hvers vegna norðurljós eru tíðari um jafndægur en líklega hefur það eitthvað að gera með möndulhalla Jarðar miðað við sólina á þessum tíma.“

Sjá nánari umfjöllun á Stjörnufræðivefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fréttir
Í gær

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“
Fréttir
Í gær

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“