fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Óheppileg ummæli gerðu það að verkum að norskur ráðherra sagði af sér

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmála- og innflytjendaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, hefur sagt af sér embætti vegna ummæla sem hún lét falla um norska Verkamannaflokkinn.

Eftir vafasöm ummæli hennar á Facebook stóð til að bera upp vantrauststillögu á norska þinginu en áður en að því kom sagði hún af sér embætti.

Ummælin sem um ræðir sneru að því að Verkamannaflokkurinn tæki hagsmuni hryðjuverkamanna fram yfir hagsmuni norsks almennings. Ummælin þóttu mjög óheppileg, sérstaklega í ljósi þess að hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik skaut tugi ungliða Verkamannaflokksins til bana sumarið 2011.

Listhaug útskýrði afsögnina þannig að hún vildi ekki að málið myndi draga dilk á eftir sér fyrir flokk sinn, Framfaraflokkinn. Kvaðst hún hafa tekið þessa ákvörðun ein og óstudd og án þrýstings frá samstarfsflokkum Framfaraflokksins í norsku ríkisstjórninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi