fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fréttir

Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. mars 2018 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski búningurinn þykir ekki beint fallegur.

Breska blaðið Mirror hefur tekið saman lista yfir flottustu búninga þeirra þjóða sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í Rússlandi í sumar. Íslenski búningurinn er rétt undir meðallagi fallegur, ef marka má sérfræðinga Mirror.

Átján þjóðir af þrjátíu og tveimur hafa opinberað búninga sína og er Ísland í þeim hópi. Að mati Mirror á Ísland tólfta fallegasta búninginn af þeim átján sem hafa litið dagsins ljós.

Mirror segir að Ísland fái ákveðin bónusstig fyrir flotta kynningu á búningnum og tekið er fram að Ísland sé að taka þátt í HM í fyrsta sinn. Rauði og blái liturinn á erminni vekur hrifningu sérfræðinga Mirror og segir að búningurinn muni eflaust sóma sér vel undir íslenska víkingaklappinu sem mun óma um allt Rússland í sumar. Fleiri orð eru svo sem ekki höfð um íslenska búninginn sem er sem fyrr segir í tólfta sæti af þeim átján sem kynntir hafa verið.

Heimamenn í Rússlandi eiga ljótasta búninginn af þeim sem hafa verið kynntir. Búningurinn þykir ekki beint frumlegur eða eftirminnilegur. Rússar séu í raun alltaf í sama búningnum, eða því sem næst.

Fallegasta búninginn eiga Nígeríumenn sem eru með okkur Íslendingum í riðli. Um er að ræða Nike-búning sem þykir einstaklega vel heppnaður. Er tekið fram í grein Mirror að erfitt sé að halda ekki með liði sem leikur í svo fallegum búningi. Á eftir Nígeríu yfir fallegustu búningana koma Kólumbía og Belgía í öðru og þriðja sæti.

Umfjöllun Mirror í heild.

Flottasti búningurinn er búningur Nígeríumanna.
Juan Cuadrado tekur sig ágætlega út í búningi Kólumbíumanna.
Belgar hitta beint í mark með sínum búningi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gísli segir Umboðsmann barna fara með rangt mál – „Við þurfum að vernda börnin okkar“

Gísli segir Umboðsmann barna fara með rangt mál – „Við þurfum að vernda börnin okkar“
Fréttir
Í gær

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“
Fréttir
Í gær

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína
Fréttir
Í gær

Adam ákærður fyrir stórfelld brot

Adam ákærður fyrir stórfelld brot
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við