fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Hörmulegt mál í Kolding í Danmörku – Faðir og tvö ung börn hans fundust látin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 06:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær fann lögreglan í Kolding á Jótlandi í Danmörku 35 ára karlmann og tvö börn hans, þriggja og fimm ára, látin í íbúðarhúsi í bænum. Lögreglan hefur ekki viljað tjá neitt um málið annað en að hún sé þess fullviss að um börn mannsins sé að ræða.

Unnið hefur verið að rannsókn málsins síðan í gær. Lögreglan reiknar með að senda frá sér tilkynningu um málið þegar líður á morguninn. Ekstra Bladet hefur eftir varðstjóra hjá lögreglunni í Kolding að um hörmulegt mál sé að ræða.

Í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér í gær kemur fram að unnið sé að rannsókn málsins en ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna.

Húsið hefur verið afgirt síðan í gær og sérfræðingar lögreglunnar hafa verið við rannsóknir í og við húsið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt