fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

ESB og Bretland hafa náð samkomulagi um Brexit – Frestar í raun Brexit til 2021

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní á síðasta ári ávarpaði David Davis, aðalsamningamaður Breta í Brexit viðræðunum, hóp breskra kaupsýslumanna á fundi sem dagblaðið The Times stóð fyrir. Hann talaði skýrum orðum og sagði að þegar Bretland yfirgefur ESB þann 29. mars 2019 þá muni landið hafa sagt skilið við innri markað ESB og tollabandalag sambandsins. En níu mánuðir eru mjög langur tími í stjórnmálum og það sama á við um Brexit.

Þegar David Davis og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit viðræðunum, kynntu samning ESB og Bretlands um Brexit í gær kom fram í máli Barnier að Bretland muni „geta notið þess góða við innri markað ESB og tollabandalagsins til ársloka 2020“. Í samningnum fellst að Bretland verður aðili að innri markaði ESB og tollabandalaginu fram til 2021.

Yfirgefum ESB fljótt

Í kjölfar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi um Brexit í júní 2016 voru David Davis og fleiri áhrifamiklir stjórnmálamenn mjög uppteknir af því að Bretland ætti að yfirgefa sambandið eins fljótt og hægt væri þar sem niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefði verið mjög afgerandi. Nú ætti breska þingið aftur að taka stjórnina á breskum málum en mikið hafði verið hamrað á þessu í kosningabaráttunni.

Breska þingið átti að setja lög og reglur fyrir Bretland. ESB dómstóllinn átti ekki lengur að geta tekið ákvarðanir sem bresk stjórnvöld myndu neyðast til að fara eftir og milljarða greiðslum Breta til ESB átti að ljúka.

Í árslok 2016 sagði Financial Times að David Davis væri mjög mótfallinn því að Bretar myndu biðja ESB um aðlögunartíma og að hann hefði lofað að semja um skjóta útgöngu úr sambandinu.

En af ýmsum ástæðum hafa Brexit viðræðurnar farið öðruvísi en lagt var upp með. Theresa May, forsætisráðherra, tapaði meirihlutanum á breska þinginu þegar hún boðaði óvænt til kosninga á síðasta ári. Ný ríkisstjórn hennar hefur átt erfitt með að ná samkomulagi um hvernig samband Bretlands við ESB á að vera í framtíðinni. Bretar hafa því enn ekki lagt fram nein skjöl þar um í Brexit viðræðunum.

Þá hefur það komið Bretum á óvart að ESB hefur verið miklu erfiðari viðsemjandi en breskir stjórnmálamenn töldu að yrði raunin. Þeir áttu von á að forsprakkar atvinnulífsins myndu þrýsta á evrópska leiðtoga um að ná skjótum samningi um Brexit. En fram að þessu hefur sýnt sig að ESB ríkin eru áhugasamari um að standa vörð um ESB en að gefa neitt eftir í viðræðunum.

Viðræðurnar eru því enn ekki komnar á það stig að farið sé að ræða um hvernig samband ESB og Bretlands verður þegar að Brexit verður að fullu orðið að veruleika.

Enn er ósamið um stór atriði

Nú, þegar aðeins er rúmt ár í að Brexit eigi að taka gildi eins og lagt var upp með í þessari vegferð ríkir enn mikil óvissa um hvað gerist í eftir að Brexit verður að veruleika. Enn á eftir að ná samningi sem allir geta sætt sig við. Ein af stóru spurningunum í þessu er hvernig á að takast á við flæði fólks og varnings yfir landamæri Írlands og Norður-Írlands  þegar Bretland yfirgefur innri markaðinn og tollabandalagið.

Þá eru samningaviðræður um fríverslun á milli ESB og Bretlands ekki hafnar en slíkur samningur á að leggja línurnar fyrir viðskipti ESB og Bretlands í framtíðinni. Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið er bent á að viðræður hafi heldur ekki enn hafist um fyrirkomulag lögreglusamstarfs ESB og Bretlands eftir Brexit.

Af þessum sökum hafa ESB og Bretland nú samið um einhverskonar framlengda dvöl Bretlands í ESB út árið 2020 til að tími gefist til að ljúka nauðsynlegum viðræðum.

Viðskiptalífið hefur tekið nýja samningnum vel og til dæmis styrktist gengi breska pundsins í gær. Ekki er útilokað að samningurinn muni hafa pólitísk áhrif í Bretlandi því hann felur í sér að lög og reglur ESB um innri markaðinn munu gilda áfram í Bretlandi og Bretar munu áfram greiða háar fjárhæðir mánaðarlega til ESB. Dómar ESB dómstólsins munu einnig gilda í Bretlandi eins og í ESB ríkjunum eftir að hið formlega Brexit tekur gildi eftir rúmlega eitt ár.

Það mun síðan örugglega valda mörgum Brexitsinnum miklu hugarangri að samningurinn felur í sér að ný ESB lög munu einnig gilda í Bretlandi þrátt fyrir að breskir ráðherrar komi ekki að málum þegar þau eru samþykkt heldur aðeins ráðherrar þeirra 27 ríkja sem eftir verða í ESB þegar Bretar yfirgefa sambandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis