fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Katrínu Lilju sárvantar nýrnagjafa: „Hún heldur í vonina um að geta lifað eðlilegu lífi aftur“

Auður Ösp
Mánudaginn 19. mars 2018 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þar sem sjúkdómurinn stjórnar öllu hennar lífi þá getur hún ekki gert nein plön eða ákveðið neitt fram í tímann. Katrín Lilja er samt lánsöm að mörgu leyti, hún á gott bakland, bæði ættingja og vini sem hafa reynst henni vel og kærasta sem oftar en ekki léttir undir henni með ýmis heimilisverk sem hún er hætt að geta unnið sjálf,“ segir Sigríður Arna Arnþórsdóttir,vinkona Katrínar Lilja Gunnarsdóttur. Katrín Lilja er einstæð móðir tveggja pilta og þjáist af alvarlegri nýrnaveiki. Sjúkdómur hennar er nú afar langt genginn og leitar hún því logandi ljósi að nýrnagjafa. Á sama tíma og Katrín Lilja hefur þurft að horfast í augu við sífellt versnandi heilsu hefur eldri sonur hennar barist hetjulega fyrir lífi sínu.

„Ég er fjölskylduvinur en ég hef verið vinkona móður hennar lengi og svo hef ég verið vinkona Katrínar Lilju síðan ég kynntist henni fyrir rúmlega þremur árum,“ segir Sigríður Arna í samtali við DV.is en hún greip til þess ráðs á dögunum að auglýsa eftir nýrnagjafa fyrir vinkonu sína á facebook.

Í facebook færslu Sigríður Örnu kemur meðal annars fram að Katrín Lilja sé orðin það veik að það sé tímaspursmál að hún finni hæfan nýrnagjafa. Virkni nýrna hennar er nú komin niður í 17 prósent. Katrín er í A+ blóðflokki, en þó er hugsanlegt að gjafi geti verið í öðrum blóðflokki og samt komið til greina.

 Sigríður Arna tekur jafnframt fram í færslunni að margir séu búnir að gefa sig fram, bæði fjölskyldumeðlimir og vinir, en því miður hefur enn ekki fundist gjafi sem uppfyllir skilyrðin sem þarf.

 „En kannski ert þú sá heppni, ef svo er þá gleður þú afar marga. Vonandi tekst okkur að finna nýrnagjafa fyrir Katrínu því það er lífsspursmál!“

 Kveðst vera vongóð

„Það má segja að Katrín Lilja sé fædd með þennan galla sem nýrnaveiki er. Svo hefur þetta versnað smátt og smátt og í upphafi síðasta árs hefur leiðin bara legið niður á við,“segir Sigríður Arna í samtali við blaðamann DV.

Sonur Katrínar Lilju, hinn 23 ára gamli Sævar Ingi er haldinn alvarlegri nýrnabilun og hefur að sögn Sigríðar verið of veikur til að gangast undir aðgerð Katrín Lilja var áður í viðtali við DV árið 2012 og ræddi þá um veikindi Sævars. Á þeim tíma voru nýru hans hætt að starfa og þurfti hann að fara í kviðskilun fimm sinnum á sólarhring.  Fram kom í umræddri grein að Sævar myndi þurfa á slíkri meðferð að  þar til að hann fengi nýtt nýra.

„Nú hefur honum tekist að byggja sig upp og vonir standa til að fundist hafi nýrnagjafi fyrir hann. Það er þó ekki öruggt því enn á eftir að ljúka loka rannsóknum sem leiða það í ljós. Því er stöðugt þörf á nýrnagjafa,“  segir Sigríður.

Auk Sævars Inga á Katrín Lilja soninn Adam Inga sem er 14 ára gamall. Hún er í dag öryrki vegna sjúkdómsins og þarf að reiða sig á bætur.

„Öll hennar orka fer í það reyna að búa þeim gott heimili. Þrátt fyrir erfiðleikana er hún vongóð um að það finnist nýrmagjafi. Hún heldur í vonina um að geta lifað eðlilegu lífi aftur,“ segir Sigríður jafnframt. Hún segir viðbrögðin við facebook færslunni hafa verið afskaplega góð.

„Þrjár konur hafa haft samband við mig til að fá frekari upplýsingar og ég hef gefið þeim símanúmerið hjá tengilið Katrínar hjá Ígræðsluteyminu á Landspítalanum. Nú er bara að sjá hvort þær skila sér í rannsókn,“

segir Sigríður að lokum um leið og biðlar til áhugasamra gjafa um að hafa samband.

Ef þú hefur áhuga og ert talinn álitlegur gjafi, þá getur þú gefið gjöf lífisins og gefið Katrínu tækifæri á að lifa áfram eðlilegu lífi.Það er stór gjöf og í staðinn upplifir þú endalaust þakklæti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi