Fréttir

Heilsugæslan vill hætta að skrifa læknisvottorð fyrir framhaldsskólanema

Ritstjórn DV skrifar
Mánudaginn 19. mars 2018 15:45

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur beðið framhaldsskóla um að breyta reglum um mætingar til að nemendur eldri en 18 ára þurfi ekki lengur að fara á heilsugæslustöðvar til að biðja um læknisvottorð ef þeir eru frá skóla í minna en fimm daga. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Menntaskólinn í Reykjavík hefur þegar brugðist við og biður nú aðeins um miða „undirritaðan af aðstandanda“ til að staðfesta veikindin líkt og í tilviki nemenda undir 18 ára.

Óskar Ses­ar Reyk­dals­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, segir að starf heilsugæslulækna sé betur nýtt til annarra verka en að votta veikindi framhaldsskólanema.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af