fbpx
Fréttir

Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. mars 2018 16:55

Skrif Braga Páls Sigurðarson um Landsfund Sjálfstæðismanna hefur dregið dilk á eftir sér. DV greindi frá því í gær að margir Sjálfstæðismenn væru reiðir vegna skrifa Braga og þá helst fyrir að tengja barnaníð við flokkinn. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Stundina vera endaþarm íslenskrar blaðamennsku og taldi að Bragi væri blaðamaður Stundarinnar. Það er ekki rétt. Bragi var um skamma hríð blaðamaður á miðlinum en hefur haldið áfram að birta pistla á Stundinni eftir að hann lét af störfum. Jón Trausti Reynisson annar ritstjóra Stundarinnar svaraði Páli og sagði:

„Bragi Páll er sjálfstæður pistlahöfundur, en ekki hluti af fastri ritstjórn Stundarinnar, og fékk fullt frelsi til að skrifa sína ádeilu um landsfundinn.“

Glúmur Baldvinsson, sonur Jóns Baldvins og Bryndísar Schram þekkir vel til í íslenskri pólitík. Hann fjallaði einnig um skrif Braga á sinni Facebook-síðu. Glúmur fjallar þar á léttu nótunum um kynni hans og Bjarna Benediktssonar þegar þeir voru við nám í Miami í Bandaríkjunum á árunum 1997 til 1998.

„Við skruppum einu sinni á strip joint í Miami ásamt félögum. […] Ég kom seint heim og sagði minni heittelskuðu að við hefðum komið við á nektarbúllu. Það var ókei. Enda gerðist ekkert. Konur okkar og hinna hittust svo í saumaklúbbi.“

Segir Glúmur að Bjarni hafi verið nokkuð ósáttur við að Glúmur hefði greint konu sinni frá um ferðir þeirra.

Ég svaraði:

„Heyrðu félagi, ég get sagt konu minni það sem ég vil og mér kemur ekki við hvað þú getur ekki sagt þinni konu.“

Segir Glúmur að Bjarni hafi reiðst og þeir lítið talað saman eftir þetta örlagaríka kvöld. Glúmur er hins vegar öfugt við Pál Magnússon sáttur við skrif Braga og segir pistilinn lýsa Sjálfstæðisflokknum vel, Sjálfstæðisflokkurinn sé fasistaflokkur en segir Bjarna sjálfan vera hinn vænsta náunga eftir að hafa kynnst honum í Miami. Glúmur greinir einnig frá því að hann sé sjálfur kominn af Sjálfstæðismönnum en afi hans var Björgvin Schram. Þá var verkalýðsforinginn Hannibal einnig afi hans.

„Ég er sonur vinstri og hægri. En mér datt aldrei í hug að ganga til liðs við þessa hægri trúarhreyfingu sem kallaður er Sjálfstæðisflokkurinn. Þessi halelúja samkunda XD er fyrir annars vegar fólk sem þarf á heilaþvætti að halda og hins vegar þá sem vilja auðveldan aðgang að valdi og peningum,“ segir Glúmur og bætir við:

„Sumsé, þessi flokkur er fyrir fuglahræður og tækifærissinna. Og þá má spyrja af hverju er þessi trúarsöfnuður stærsti flokkur landsins trekk í trekk. Lýsir það okkur Íslendingum? Ég hló að þessari grein: Halelúja!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann

Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann
Fréttir
Í gær

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“
Fréttir
Í gær

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“

Davíð ætlar að ná heimsmetinu: „Ég er búin að éta hálfa belju“
Fréttir
Í gær

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“

Sveinn Hjörtur fordæmir vinnubrögð borgarstjórnar – „Enn þá má fólkið í þessum sporum berjast fyrir lífi sínu og tapa“